Sigur í boði Vodafone

DSCF0001Jæja, morgunumferð í Kaupþingmótinu í Lúx. Ég prófaði nýja og ekki svo mjög góða hugmynd gegn Þjóðverja, sem býr hérna á sama hóteli (og sama gangi) og ég. Strákur, sem greinilega er betri en stigin segja til um.

En það reyndi ekki á hana, því þegar ég var að teygja mig eftir c-peðinu, sem ætlaði áfram um tvo reiti í 10. leik, hringdi GSM sími hans og skv. reglum FIDE og mótsins tapaði hann þá skákinni. Þetta var semsagt hinn frægi VODAFONE gambítur. Leiðinlegt að vinna svona, en ég var feginn. Ég var of þreyttur og fúll eftir skákina í gær til að meika þetta núna og var frekar áhugalaus.

Hjörri (a.k.a.Humpy) var kominn upp með sömu stöðu og í gær, en með skiptum litum. Ég efa ekki að hann á eftir að kreista Adrian Hærri (Haerri) sannfærandi.

Kaupthing-R1-20070707_15Robbi var með Robbastöðu, RB fékk á sig Shabalov árásina gegn sterkum IM, sem tapaði óvænt í gær. Héðinn fékk á sig einhvern gambít, en ég efa ekki að hann á eftir að rúlla mótherja sínum upp, enda miklu betri skákmaður. Hannes fékk gamlan kunninga frá EM og hefur svart. Þeir gerðu þá jafntefli, en strákurinn var þá nærri GM áfanga og er, skv. Hannesi, nokkuð góður.

En jæja, nú fær maður smá auka hvíld og get vonandi mætt ferskari í eftirmiðdagssumferðina en þessa. Og dinner með hinni fögru Fionu fyrir skákina hlýtur að hjálpa eitthvað. En áður en menn fara að hugsa eitthvað misjafnt, þá bauð íslenska liðið hér henni í mat, en hún hefur verið okkur afar hjálpleg og verður það vísast áfram. (Á neðri myndinni er Stefanova næst, en þessi með furðuhárið sigraði Hjörra í 1. umferð. Takið eftir hárgreiðslunni, ef svo skuli kalla. Við strákarnir höfðu svoldið gaman að þessu í Fugen í fyrrahaust, en þetta er ekki fyndið lengur!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband