Ömurlegt

DSCF0022Þetta var ljótt. Andstæðingur minn í dag tefldi passívt og reyndi að halda jafntefli með öllum ráðum. En ég kreisti hann smám saman og var kominn með gjörunnið þegar ég blunderaði skelflilega. Staðan var enn unnin, en ég fékk ubersjokk við þennan mótleik og sá ekki einfaldan svíðing. Tefldi síðan eins og muppet, en átti þráskák, en vildi vinna. Og tapaði.

Þetta var sérstaklega sárt þar sem maður hafði teflt þetta mjög vel fram að þessu, kreist vinningsstöðu út úr engu. Hannes orðaði þetta best: "Sjálfsmorð"

Ergo: Ég var semsagt Bjarni Guðjónsson, sem ákveður skyndilega að fara einn á ball í Keflavík.

Andstyggilegt, og tæp 15 stig í súginn.

 

Hjörvar var akkúrat hinumegin, fékk á sig svipaða hugsun og var kreistur. Hinn blunderaði því miður ekki.

Rúnar Berg fór niður í logum, því er nú ver og miður.

Hannes, Héðinn og Robbi unnu allir sannfærandi sigra.

 

Roar, nú er maður algjörlega að missa sig. Hef ekkert getað borðað í dag nema eina súpuskál og er orkulaus eins og muppet á útsoginu.Ég vitna í Ingvar Xbit: Maður vinnur þó allavegana Svíann.

 

Annars buðu mótshaldarar hér í dag upp á útivöll Svíanna. Roar. Frekar bíður maður eftir að fá þá á heimavelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband