Dagur í Bascharage

KaupthingOpen-logo-800Jæja, maður náði nú að sofa ágætlega svosem í nótt. Ég var svo steinrotaður að ég vaknaði ekki þótt Hjörri hafi barið á hjá manni um ellefuleytið, þegar hann kom heim frá fjölteflinu. Skilst mér, að Humpy hafi sigrað aðra keppendur (samt ekki staðfest), en tapaði fyrir Hjörvari.

Hjörvar var með svart og upp kom slavnesk vörn, 4.e3, 5.Rbd2 og staðan varð svolítið Meran-leg, en skyndilega fórnaði Hjörvar drottningunni fyrir hrók, mann og 1-2 peð. Síðan náði Humpy að skipta upp á liði og létta á stöðunni. Staðan var þá sennilega jafntefli, en Hjörvar gat amk ekki tapað þessu nema með alvarlegum blunder.

En þá lék stórmeistarinn riddaraleik og ætlaði að máta strákinn. En hann svaraði jafnharðan með hörkuleik, sem forðaði máti og lokaði jafnframt inni drottningu Humpy. Hún tefldi þó áfram manni undir, en þegar Hjörvar trikkaði hana aftur og maður var á leiðinni í hafið, gafst hún upp. Flott hjá stráknum.

MP2003_HjorvarSteinnGrétar, Robbi og Rúnar fóru saman á rúnt meðan við Hjörvar tókum stúderingatíma í Slavanum fyrir hádegið. Þar fór ég yfir hvasst afbrigði í Slavanum, þar sem svartur fórnar peði fyrir betri liðsskipan og sókn. Þetta afbrigði höfum við Helgi Áss Grétarsson teflt nokkuð með svart, á okkar yngri árum!

Það er annars erfitt að fá strákinn til að hætta að stúdera! Það er ég ánægður með. Við settum því niður aukatíma síðar í dag og getum vonandi gert eitthvað uppbyggilegt á reitunum 64.

Við strákarnir fórum á kínverskan stað í hádeginu. Ég stoppaði nú stutt, fékk mér bara súpu, en hinir fylltu mallakútana. Maður þarf víst að passa sig þegar Svíinn er farinn að fá óeðlilega margar heimsóknir.

robert_hardarson_120Jæja, umferðin byrjar 17.30, eða 15.30 að íslenskum tíma. Spáin er, að Hjörvar fái Héðin í fyrstu umferð, en annars er þetta óljóst, því margir sterkir skákmenn hafa greinilega dottið út á síðustu dögum og óvíst hvort Hannes nái hingað, enda hefur hann af einhverjum ástæðum farið á mis við flugfélagið, sem ætlaði að skutla honum hingað í gær.

En þetta kemur allt í ljós á eftir. En þangað til...au revoir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi að ykkur gangi sem best í þessu móti.

Bestu kveðjur, Davíð

Davíð (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Ég tók landsleik við Svía 4-0 síðasta daginn....Grétar getur staðfest það!

Ingvar Þór Jóhannesson, 7.7.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Snorri Bergz

Solid 7-0 hjá mér.

Snorri Bergz, 7.7.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband