Í Differdange kastala - Hjörvar vann Koneru

hjorvar3Ok, ég skal fúslega viðurkenna, að ég hef lítið gaman af opnunarhátíðum. Við strákarnir í Lúx (sjá www.taflfelag.is) fórum héðan frá Bascherage yfir til Differdange, um 20.000 manna bæjar, c.a. 5 km í burtu. Þar fundum við fyrst skákstaðinn og tilkynntum komu okkar, en héldum síðan áfram yfir í Differdange kastala þar sem opnunarhátíðin átti að hefjast kl. 19.00 að staðartíma.

Ekki byrjaði þetta vel. Athöfnin hófst kl. 19.30 með indverskum dansi smábarns. Jújú, þetta var svosem ágætlega gert, en Hjörvar þjáðist undir músíkinni og skil ég hann svosem vel. Síðan tóku við ræðuhöld á ýmsum tungumálum, og var okkar maður, fulltrúi Kaupþings, sá sem fórst það best úr hendi, að okkar mati. Afskaplega skemmtilegur maður þar á ferð. En þegar klukkan var um níu, lauk þessu loksins og við spjölluðum við hina bráðskemmtilegu Fionu, sem á marga aðdáendur á Íslandi. Hún svaraði ýmsum spurningum okkar (lesist: spurningum RB) og reddaði okkur þremur, mér, Robba og Rúnari leigubíl heim. Við vorum alveg að gefast upp á þessu.

En Hjörvar var eftir ásamt Grétari, en Hjörri tefldi í fjöltefli gegn Humpy Koneru, einni af sterkustu homer,screamskákkonum heims. Hann kunni mér reyndar litlar þakkir fyrir að hafa komið honum inni í fjölteflið á síðustu stundu (var orðinn þreyttur eins og við hinir), en ég held þó að innst inni hafi honum þótt gaman að þessu. Ekki versnaði það við, að strákurinn tefldi þetta ágætlega og bárust þær fréttir, eftir að blaðið var farið i prentun, að sú indverska, sem hefur vel yfir 2500 skákstig, hafi farið niður í logum gegn okkar manni.  Vonandi er þetta vísir þess, sem koma skal. Semsagt: Hjörvar vann Humpy! En við strákarnir kysstum síðan Fionu bless og héldum heim.

Ég var alveg búinn og settist fyrir framan tölvuna og tók að rifja upp menntaskólafrönskuna með því að laumast til að horfa á franska útgáfu af bandarískum sjónvarpsþætti. Einhverra hluta vegna hef ég svoldið gaman að þessu...NOT. En ég varð enn syfjaðri við þetta og steinlá skömmu síðar.

Nú hef ég fundið meðal við andvöku!

Við hittum Héðin Steingrímsson þarna á hátíðunni, vel útbúinn í 66 gráðum norður flíspeysu og stuttbuxum. Hannes Hlífar Stefánsson hafði átt að koma fyrr um daginn, en annað hvort misst af flugvélinni, eða tekið skakka vél, eða farist fyrir að mæta á flugvöllinn af einhverjum ástæðum. En hann hlýtur þá bara að koma í dag.

En jæja, morgunmaturinn býður. Áfram Ísland. Ciao.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband