Skammarlegt

"Valur og KR gerðu 1:1 stórmeistarajafntefli í toppslag Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu á Valbjarnarvelli í kvöld."

 

Þetta er auðvitað skammarlegt hjá Val og KR, að hætta leiknum þegar leiktími er ekki búinn. Það hlýtur að vera lágmarks krafa áhorfenda, að fá eitthvað meira fyrir peninginn.

Eða þá, að þetta hafi verið enn eitt klúðrið hjá Mbl.is mönnum. Ég hallast eiginlega að því.

Málið er, að stórmeistarajafntefli merkir, þeir tveir stórmeistarar, sem bera mikla virðingu hvor fyrir öðrum eða eru t.d. nánir vinir, semja stutt jafntefli á óteflda skák, án þess að láta berast á banaspjótum. EKki veit ég heldur til, að Valur og KR hafi hlotið titilinn stórmeistari.

Það er óþolandi að þetta hugtak sé misnotað svona aftur og aftur á Mogganum. Það er kominn tími til, að blm. Moggans læri þetta.

 


mbl.is Valur og KR skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband