Nýjar gardínur og fleira

Jæja, þá er 1. tíminn búinn hjá Hjörvari. Við fórum niður á stéttina fyrir utan pizzeríað/kaffihúsið á hótelinu og settumst þar í skugga, báðir með tölvu og síðan var skákborðið ómissandi með í för.

Við fórum yfir hvað Hjörvar teflir með svörtu og skoðuðum afbrigði, sem að mínum dómi er sterkara en hitt,sem Hjörvar leikur að venju. Það gekk ágætlega og við fórum í eðli stöðunnar, hvar mennirnir standa best, hvernig svartur eigi að ná mótspili og hvernig hann á að skipta upp og hvenær, osfrv.

Þetta gekk ágætlega, þrátt fyrir árás frá ofurþreyttri flugu og hávaða frá umferðinni. Strákurinn er merkilega naskur að finna besta leikinn í stöðunni. Einnig æfði hann sig í, að taka sér tíma og spá í stöðunni, en ekki leika "eðlilegasta" leiknum jafnóðum.

Þetta er mjög gaman og mun vonandi styrkja strákinn fyrir komandi átök, fyrst mótið hér og síðan mótið í Politiken Cup, sem er síðar í mánuðnum. Við munum taka svona sessjónir hér úti, bæði almenna yfirferð á byrjunum Hjörvars, og miðtaflinu og fram í endataflið í þeim stöðum, sem líklegastar eru að koma upp. Einnig munum við síðan stúdera fyrir andstæðinga hans, lesa þá og velja þá byrjun, sem eðlilegust er í því ljósi. Hjörvar er orðinn vanur slíku, eftir að hafa verið með Ingvar X-bita í Ungverjalandi um dagin.

En þegar við vorum búnir (þegar batteríið var búið) fórum við upp á herbergi, en þá var Grétar, faðir Hjörvars, kominn aftur út skoðunarferð, þar sem hann fann skákstaðinn og stystu leiðina þangað. Hann er orðinn fararstjóri hjá okkur öllum Íslendingunum og held ég, að betri mann sé ekki hægt að finna í djobbið, eða fararstjórn almennt.  Stundum undrar mig hversu foreldrar Hjörvars eru áhugasamir og duglegir í að fylgja stráknum, bæði á mót og á skákstað innanlands. Held ég, að með svona stuðning að baki, auk frábærs stuðnings frá Helli og nú Kaupþingi (auk Skákskólans að sjálfsögðu, þar sem Helgi Ólafs miðlar börnunum af visku sinni og þekkingu! Og þar er af nógu að taka!), geti Hjörvar ekki annað en náð langt. Hann er einfaldlega rosalega góður strákurinn og getur ekki annað en haldið áfram að fara fram.

Nú, mín beið glaðningur á herberginu. Í fyrsta lagi var búið að þrífa og síðan voru solid gardínur komnar upp, bæði á herbergið og hið stóra baðherbergi mitt. Ég er á fyrstu hæð og áður var hægt að sjá allt inn, þegar maður var með utanáliggjandi rimlagardínuhlera dreginn fyrir. Nú get ég semsagt haft opinn gluggann, án þess að sýna gestum og gangandi hvað maður er að gera hverju sinni.

Maður er einfaldlega mjög sáttur. Flott herbergi, fín aðstaða og allt til alls. Sjálfur hef ég engar sérstakar væntingar til þessa móts, en í morgun var maður á hálfgerðum bömmer eftir slæmar "fréttir" frá Íslandi. En maður verður að takast á við áföll, bæði fyrir mót og á meðan á því stendur.

Markmið mitt er að koma amk út í stigagróða og helst ná IM normi. En annars er það þannig, í mínum huga, að Hjörvar hefur forgang. Hann á framtíðina fyrir sér, en ég er bara "old news" sem er á leiðinni í helgan stein í skákinni. Hver veit nema þetta verði bara síðasta alþjóðamótið mitt?

En kveðjur héðan frá Lux. Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur öllum vel, Íslendingunum! Var í Luxemburg fyrir stuttu (12 dagar í maí/júní), heimsótti systur mína, sem þar býr, en ég bjó reyndar þar í 7 ár sem barn. Hið notalegasta land og frábærir veitingastaðir... Skilst þið dveljið í Bascharage, er ekki bruggverksmiðja Bofferding þar? Framleiða þokkalegan bjór, skilst þeir framleiði einnig undir nafninu Battin, veit þó ekki hvort það sé í Bascharage eða nágrenni, mæli t.d. með Battin cambrinus... En sem sé baráttukveðjur til ykkar!

Aðalsteinn Thorarensen (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 01:36

2 identicon

Battin cambrinus: http://www.bierdeckelsammler.net/brauereien/173/bierdeckelGross/51850v.jpg

 En hvernig er það, er Héðinn ekki með? Sé hann ekki á þátttökulistanum (http://www.lecavalier.eu/open/participants.php?lang=EN)

Aðalsteinn Thorarensen (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 02:13

3 Smámynd: Snorri Bergz

Jújú, bruggverksmiðjan er eiginlega við hliðina á hótelinu hjá Robba og Rúnari Berg, aðeins nokkur hús á milli. Síðan er mini - bruggverksmiðja í kjallaranum hjá þeim, og einnig sláturhús, að mér skilst.

Ergo: nog framboð af hálfum og heilum skrokkum á hótelinu, og nægur bjór á góðu verði. En okkar hótel er bæði betra og ódýrara (þó einni stjörnu færra), því herbergin eru betri, stærri og með interneti, ásamt því að pizzeria restaurantinn á 1. hæðinni ku vera sá vinsælasti hér á stóru svæði,enda alltaf pakkað út úr dyrum og biðröð út á stétt eftir borði.

En við kvörtum amk ekki! Og Hjörri var að taka Humpy í fjölteflinu. Ég veit ekki hvað ég er eiginlega að þykjast gera hérna. Ég er kannski stigahærri en stráksi, og reynslumeiri, en stráksi er miklu betri en ég. Roar. Stundum er erfitt að vera bara muppet.

Snorri Bergz, 7.7.2007 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband