Mér finnst rigningin góð

Jæja, ég er búnað fatta hvernig á að stoppa rigninguna. Hér í Lúx rigndi eins og hellt væri út fötu, en merkilegt nokk, eftir að ég hafði spilað Raindrops keep fallin' on my head, Let it Rain, og fleiri erlend rigningarlög, og endaði síðan á Mér finnst rigningin góð, þá stytti upp samstundis.

Nú er komin sól og steikjandi hiti.

 

En maður situr bara inni með skákstuffið og reynir að gera eitthvað af viti. Sé eftir rigningunni.

 

Mér finnst rigningin góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband