Í Lúx 1. dagur

Jæja, þá er maður búnað jafna sig eftir ferðalagið, amk aðeins.

hjorvar3Við fórum fimm saman frá Íslandi í morgun; ég, Róbert Harðarson Lagerman, Rúnar Berg og síðast en ekki síst hinn ungi Hjörvar Steinn Grétarsson og faðir hans, Grétar Finnbogason.

Eins og áður sagði gekk allt vel. En það voru þreyttir ferðalangar sem komu til Bascherage, eða hvað sem þetta þorp heitir eiginlega.

Klukkan var akkúrat fjögur þegar við fjórum renndum í hlað á Hotel Carpini, ég, Hjörvar og Grétar og Voffinn okkar. Voffinn var skilinn eftir í bílastæðinu, en við fórum inn. Ég fékk semsagt fínt herbergi og mun stærra en double room þeirra. Meðfylgjandi var stærsta salerni sem ég hef séð fylgja einstaklingsherbergi og er salernið sjálft t.d álíka stórt eins og single herbergi á sumum hótelum. Og djúsí sturtan! Ohh, maður er mjög ánægður með allt saman, só far. Og niðri er ofurflottur veitingastaður. Maður prófar hann kannski á morgun.

En gamall óvinur var kominn á stjá. Það hefur fylgt manni að ganga ekki heill til skógar á skákmótaferðum. EInhvern veginn þreytist ég illa við svona ferðalög. Nú var það einn ljótur hausverkur sem skaut upp kollinum; var reyndar viðráðanlegur lengi vel, enda er ég ýmsu vanur. En ágerðist þegar á leið. 

Ég fór í skoðunarferð um svæðið hér,smástund gangandi í rigningunni og fann "mollið". Í kjölfarið fékk ég nýtt nick, "Marco Bergz" eða "Snorri Póló". En þetta var nú engin snilld, þorstinn kennir þyrstum manni að finna næsta supermarkað.

VIð fórum að borða á ágætis stað í kvöld. Við flestir pöntuðum okkur solid T-bone steik. Grétar pantaði hana "a la ljónin", þ.e. "rare", við Hjörvar vildum "medium", en RB (en svo er Rúnar Berg kallaður-- eða var kallaður, nú köllum við hann bara Ragga Bjarna) vildi "well done". Við höfðum ekki borðað mikið þegar í ljós kom, að ekki var allt með felldu. Steikur okkar Hjörra voru eins og nýspýttar úr einhverri blóðnösinni, en Rúnar fékk c.a. medium. Við kvörtuðum því og fengum nýja steik hver. Eftir 1/3 af blóðsteik og meðfylgjandi góðmeti var ég orðinn nokkuð solid, en hin steikin, sem kom í staðinn, var það djúsí að ég fór langt með að klára hana líka....og er á bullandi móral.

En nautið er fallið og vel það.

Síðan fóru strákarnir að skoða sig um, þeir fjórir og Voffi de la Passat, en ég var orðinn mjög þreyttur og slæmur í höfðinu, svo ég fór upp á herbergi. Ég hafði byrjað að taka upp úr töskunum, en dottið í rúmið og steinrotast. Var síðan vakinn um 10 leytið af mótshöldurum, sem vildu bjóða mann velkominn.

Ok, ég staulaðist niður, enda með von um að Fiona sjálf væri mætt, sem er ein þeirra skákkvenna, sem njóta mikilla vinsælda meðal ungra, íslenskra skákmanna. Það er ekki hægt að útskýra af hverju, menn þurfa bara að sjá. En ég staulaðist fljótlega upp aftur, enda frekar illt í hausnum. Og engin Fiona. Nú mun Bjössi Þorfinnsson segja "roar", eins og birnir gera oft.

En honum til heiðurs skal ég nefna að við Íslendingarnir keyrðum framhjá merkilegum sveitapöbbi á leiðinni hingað. Hann heitir Hunsrunk og hlýtur að vera mjög merkilegur, þó ekki sé nema nafnsins vegna.

Jæja, á morgun verður hvíld, stúderingar með Hjörra og síðan setningarathöfn í kastalanum í Differdange, þar sem mótið verður haldið. Vonandi verð ég búnað koma nautinu aftur út í náttúruna þegar að þeim hildarleik kemur.

Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband