Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Komið til Lúx
Jæja, þá er maður kominn upp á Hótel Carpini, Lúxemborgarveg nr. eitthvað í Bascharage. Ég er með solid einstaklingsherbergi sem er bæði stærra og betra en triple herbergið, sem Grétar og Hjörvar fengu. Róbert og Rúnar Berg eru á hóteli aðeins ofar í götunni.
Ferðin út gekk svosem ágætlega. Við komum til Frankfurt Hahn c.a. á áætlun og fengum okkar þar snæðing. Maður lék sig hafa það að smakka pizzuna þarna en skellti í sig vænum insúlínskammti til að redda málum. Sko, ég vann á pizzastað í den. Ég veit hvað er sett í deigið.
En síðan tókum við bílaleigubíl til Lúx. Grétar fór létt með aksturinn, enda hafði hann yfir að ráða solid GPS tæki sem sagði okkur hvaða leið ætti að fara. Erum með Voffa Passat og rétt komumst allir fyrir þarna.
Jæja, klukkan orðin 6 hér í Lúx og við þrír á Hótel Carpini erum að fara til stóru strákanna með raflostið, Rúnars og Róberts, en meðalhæð þeirra er vel yfir 1.90. Förum við síðan út að snæða og sjáum svo til. Ég laumaðist reyndar út í "mollið" áðan og keypti mér fjöltengi. Nú get ég haft ísskápinn, tölvuna og gólfviftuna í sama horninu, við skrifborðið.
Ég er amk ánægður með aðstöðuna, enda er mitt herbergi, eins og áður sagði, mjög stórt, með inteneti, ísskáp osfrv.
Jæja, farinn í mat, segi betur frá þessu síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.