Morgun á veröndinni

Jæja, klukkan að verða fjögur og hér situr maður í morgunblíðunni, þó kaldara sé núna, en síðustu morgna. Veröndin brosir sínu blíðasta og kaffibollinn er vel staðsettur á harðplastborðinu. Úff, ég heyri rúmið kalla til mín, en ég verð að sýna viljastyrk.

KaupthingOpen-logo-800Eftir 20 mínútur c.a. verð ég sóttur og framundan er akstur út á flugvöll. Þar tekur við hefðbundin bið og rúnt um flugstöðina. Síðan verður flogið til Frankfurt Hahn og þaðan tekinn bílaleigubíll til Lúxemborgar. Framundan er Kaupþing open, velsterkt skákmót í einhverju þorpi. Kaupþing er aðal styrktaraðili mótsins og hjálpaði okkur strákunum með þátttökuna. Takk.

Maður er eiginlega ekki farinn að hlakka til enn. Of mikið hefur verið að stússa undanfarið, enda bar þetta brátt að og maður rétt náði að klára helstu mál, áður en maður staulaðist í bælið seint í gærkvöldi. Og nú er morgunverkunum lokið; stefnumót við Colgate og sturtuna, smá svertuyfirferð á ferðaskóna, kaffiþamb. En jæja, farið að kólna út á verönd og ég stíma inn, set tölvuna í samband við að hlaða batteríið.

Og af stað.

Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel úti Snorri og vertu duglegur að blogga um ferðina, burtséð frá gengi

 Daði

Sigurdur Dadi Sigfusson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband