Seðlaveskið of þungt

KRÉg sat á fundi í gær, þar sem helmingur fundargesta teljast til hóps KRinga. Þar kom staða félagsins í 1. deild nokkuð til umræðu og nefndi KRingur einn, að ástæðan fyrir slöku gengi félagsins væru e.t.v. sú, og vitnaði í félaga sinn, gallharðan KRing, að strákarnir væru á svo háum launum, að þeir þyrðu ekki að skilja úttroðið peningaveski sitt eftir í klefanum, heldur tækju það með sér inn á völlinn. Af þeim sökum væru þeir þungur og ættu erfitt með að hreyfa sig jafn frjálslega og leikmenn annarra liða.


Þetta var auðvitað grín, en öllu gríni fylgir nokkur alvara.

En annars hef ég mikla trú á KR á næsta ári. Ég spái því jafnvel að félagið muni sigra í c.a. 75 leikja sinna, en gætu tapað úti gegn t.d. Hetti eða jafnvel Reyni Sandgerði. Hvað veit maður. En í öllu falli ættu KRingar að komast frekar EKE3auðveldlega upp í efstu deild á nýjan leik!

En jamm og jæja. Skaginn skorar með Blackburn marki. Ekki laust við dramatík, en nú efa ég ekki að EKE félagi vor er í sjöunda himni.


mbl.is Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jahá

Þeir eru greinilega mjög eftirá þessir KRingar, enda allt rafrænt í dag.  Það er spurning að láta klúbbinn gefa þeim debetkort.  Efast ekki um að þeir bæti sig á vellinum um leið.

Jahá, 5.7.2007 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband