Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Uppreisnarmenn Al-Kæda að skipuleggja árásir?
Jæja, nú eru "uppreisnarmenn" (þetta er nýtt orð yfir terrorista) Al-Kaída komnir á stjá og berjast m.a. gegn yfirgangi vestrænna þjóða á Vesturlöndum, sem auðvitað eiga, skv. íslam, að taka upp íslamska trú og ganga á vegum Kóranins. Og það sem verra er, Vesturlandabúar þessir reka löggulið víða í hinum íslamska heimi, hernámslið í Írak, Afghanistan og víðar.
Al-Kaída rís upp gegn þessum yfirgangi Vesturveldanna í sjálfsvörn, semsagt, og ræðst gegn saklausum borgunum. Uppreisnarmenn þessir láta sér í léttu rúmi liggja, þótt þeirra eigið líf sé lagt á altarið. Þetta er heilagt stríð gegn Vesturlöndum, vestrænni menningu og þeim lífsgildum, sem vestrænir menn hafa jafnan í heiðri.
"Uppreisnarsamtökin" Hamas hafa samskonar stefnuskrá og skal því taka upp stjórnmálasamband við þau, amk að mati Norðmanna og íslenskra vinstri manna. En hvern skal senda sem sendifulltrúa Íslands til fjallgarðanna í Pakistan og Afghanistan, þar sem Talibanar og Al-Kæda hafast við?
Ég held að eini maðurinn, sem hafi víðtæka þekkingu á staðháttum þarna sé Ögmundur Jónasson. Ég held að það liggi beinast við, að skipa hann sendiherra í AlKædistans.
Al-Qaeda skipuleggur stórbrotnar árásir í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Orðaval blaðamanns lýsir skoðun hans. Því miður þá virðast þeir ekki gera sér grein fyrir því sem er í gangi í Mið-Austurlöndum. Þar er nefnilega alið á hatri. "Uppreisnarmennirnir" og/eða "hryðjuverkamenn" eru komnir í heilagt stríð gegn gyðingum og kristnum.
Það voru hræðileg mistök þegar Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson föðmuðu og kysstu mesta hryðjuverkamann sögunnar, Yassir Arafat. Allt þetta var gert í nafni okkar og því eru Íslendingar samsekir því að veita þessum öflum brautargengi.
Þá kastar tólfunum ef Ingibjörg fer í nafni Íslendinga til Hamastan til að styðja Hamas og viðurkenna. Með því er Ingibjörg, ríkisstjórnin og Ísland að styðja samtök sem berjast með Al-Qaida og krefjast opinberlega útrýmingu gyðinga.
Svo bað Davíð í kristna sendiráðinu í Jerúsalem að heilsa þér nafni.
Óveðursský eyðingarinnar eru nú yfir Skotlandi. Þau nálgast Ísland!
Snorri Óskarsson, 3.7.2007 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.