Mogginn lýgur þessu

Eða einhver annar.

"Ætlunin var að smygla tveimur skjalatöskum með sprengjum inn á skrifstofu foringjans en þegar það gekk ekki var hann líflátinn daginn eftir."

Þetta er merkilegt hjá Mogganum. Ég hélt alltaf að Hitler hafi lifað til 1945, þegar hann framdi sjálfsmorð, en ekki verið tekinn af lífi 1944, eins og Mogginn fullyrðir hér.

Það er af, sem áður var, þegar Mogganum var treystandi. En þetta er farið að verða þreytandi, að þeir sem skrifa á mbl.is séu svona óvandvirkir.


mbl.is Faðirinn, sonurinn og Tom Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu rólegur!
ég skildi þetta nú sem að þeir væru að segja að maðurinn sem reyndi að myrða Hitler hafi verið líflátinn ;)

Fjóla (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Snorri Bergz

Það meintu Moggamenn og það gerðist. En setningin er svona:

"Ætlunin var að smygla tveimur skjalatöskum með sprengjum inn á skrifstofu foringjans en þegar það gekk ekki var hann líflátinn daginn eftir."

Hér kemur bara einn maður fyrir. Foringinn. Og þegar sagt er, að "hann" hefði verið líflátinn, kemur enginn annar til greina en "foringinn".

Ergo: Mogginn segir að Hitler hafi verið lítlátinn 1944. Það er ekki rétt. En hins vegar meinti hann annað, en það er ekki nóg að meina, þegar menn hafa atvinnu af því að skrifa í fjölmiðil. Það verður að kunna að koma hugsunum sínum á blað.

Snorri Bergz, 1.7.2007 kl. 21:53

3 identicon

Úff...hvað sumir geta vælt. Og það útaf röngum hlutum.

 Það sem þú átt að væla útaf er málsgreinin á undan. Þar er gefið í skyn að Hitler hafi verið ráðinn af dögum. Ef sú málsgrein væri rétt, og sagt væri að einungis hefði verið reynt að ráða Hitler af dögum, ættu allir með heila að geta sett þetta í rétt samhengi. "Ætlunin" var að smygla...ætlun hvers? Ekki Hitlers. Þar er þessi annar "hann" sem verið er að tala um, og ef málsgreinin á undan væri rétt, væri þetta ekkert mál fyrir hvern sem er.

Leifur Finnbogason (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 00:41

4 Smámynd: Snorri Bergz

Sakar það nokkuð fyrir menn, sem hafa atvinnu af því að skrifa opinberlega, að skrifa rétt? Þetta er því miður orðið mjög algengt.

En hvaða dónaskapur er þetta í þér Leifur? Ertu að segja að ég hafi ekki heila? Auðvitað skildi ég hvað Moggamenn voru að fara, það sást á síðustu athugasemd, þ.e. allir með heila sáu það.

Ég er bara að benda á, hversu fréttaskrif eru óvönduð og á stundum það röng, að þau breyta merkingu fréttar og/eða einstakra setninga.

Snorri Bergz, 2.7.2007 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband