Tönnin fundin!

bonerranchJæja, þá leysist enn ein ráðgátan. Það var hér fyrir nokkrum árum, að Stoke City fór í keppnisferðalag til Spánar og spilaði m.a. við Atleticó Burgos og fleiri lið. Þetta var um sumar, á undirbúningstímabilinu og fengu leikmenn að slaka aðeins á, á milli leikja. Svo vildi til, að hópurinn, með Guðjón Þórðarson framkvæmdastjóra, fór einmitt í skoðunarferð til Atapuerca Sierra, þar sem Guðjón lenti í útistöðum við nokkra hinna innfæddu og fékk einn á kjaftinn.

Í átökum þessum týndist uppáhaldstönn Guðjóns, en hún fannst ekki fyrr en nú og þá hafði hún áfest lítinn bita, sem vísindamönnum sýndist að væri smá biti af eyra.

Þetta hljóta að vera góðar fréttir fyrir Einar Kárason, sem getur nú loksins fengið týnda eyrnabútinn saumaðan á sig. Hann fór einmitt sl. sumar í mikla ferð um Bandaríkin, þar sem hann taldi, að hin týnda tönn Guðjóns gæti verið falin og með eyrnabútinn áfastann. Hann leitaði m.a.s. á Boner Ranch, en þar var myndin til vinstri tekin. En nú má eiga von á, að hann fari að heyra sögur betur, t.d. að þegar talað er um Jón Ólafsson Indíafara, er ekki verið að tala um Jón Ólafsson Lundúnafara.

En hvernig vísindamenn geta fundið út, að tönnin hans Guðjóns sé milljón ára gömul, er með öllu óskiljanlegt.

Og allt sem að framan stendur er auðvitað tómt bull -- nema þetta með heyrnina í Einari Kárasyni!


mbl.is Milljón ára mannstönn fannst á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband