Þriðjudagur, 26. júní 2007
Við tölum ekki við terrorista
Var að lesa fréttir í gær frá Gasa. Þar hafa Hamas menn verið að ofsækja kristna menn undanfarið og "hvetja" þá til trúskipta til íslam, því annars...
Síðan var ráðið á Rósary-systrafélagið kaþólska, og hið ágæta bókasafn þess brennt, í ofanálag við allt annað. (Sjá t.d. www.memri.org og fleiri fréttastofur). Nú er átt von á, að kristnir menn á Gasa verði að flýja hið ný-talibanska smáríki.
Og ekki heyrist múkk í Ísland-Palestína. Ekki svo langt síðan það vildi að Ísland tæki upp stjórnmálasamband við Hamas. Ojbarasta. Já, og íslenskir vinstri menn tóku auðvitað undir, eins og venjulega. Hræsnarar! Hvað með útifundina? Hvað með mótmælafundi eða hátíðir til að mótmæla valdaráni og grimmdaræði Hamas? Nei, taka á upp stjórnmálasamband við þetta lið! Sieg heil! Heil Haniyah!!!
Íranir hafa nú neitað ásökunum Fatah og fleiri aðila um, að hafa staðið að baki valdaráni Hamas á Gasa. En böndin beinast þó áfram að þeim og Sýrlendingum, en sérsveitir Hamas, sem gerðu gæfumuninn þarna á Gasa, hafa verið í æfingabúðum í Sýrlandi og Íran, a.m.k. að stórum hluta.
Haniyeh segist reiðubúinn til viðræðna tafarlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.