Var verið að loka á Emil Ólafsson??

fn_1584Jæja, ég sá færsluna hjá Stefáni Fr. áðan, og sýndist af því, að búið væri að grípa til ráðstafana gegn bullinu í Emil Ólafssyni. Ég fór og tékkaði á listanum yfir "vinsælustu bloggin" og sá þá, að Emil, sem hafði verið í 3. sæti og stefndi á toppinn, er horfinn af listanum.

Ég hef bara eitt um þetta að segja, ef rétt reynist: SNILLD!

Hér er málfrelsi, en ef menn misnota frelsið til að meiða og særa fólk að tilefnislausu og af ásettu ráðu, skal taka það af þeim.

Mitt álit er: Gott að losna við þennan rugludall út af blogginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Enn betra. EN hver svo sem stóð að þessu, þá er þetta hið besta mál.

Snorri Bergz, 25.6.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Sannleikur

æi ég veit það ekki...það var orðið æsispennandi að fylgjast með þessum farsa...moggabloggið var komið á hvolf út af þessu og æsilegur farsi í gangi...er þetta ekki rakið dæmi um 15 mínutu frægðina?

Sannleikur, 25.6.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband