Gasa

d_bloggi_heil_hamasJæja, nú verður spurningin sú, hvaða lýðræðislega kjörnu yfirvöld á Gasa hún Ingibjörg ætlar að koma á sambandi við. Þar er byltingarstjórn Hamas, uppleyst eða óstarfhæf ríkisstjórn og heimsent þing.

Spurning hvort ekki verði bara farin málamiðlun, og tekið upp stjórnmálasamband við Islamic Jihad. Það mætti jafnvel senda mann þarna suðureftir til að þýða leiðbeiningarmiðana fyrir Kassam eldflaugarnar yfir á íslensku, já, eða upplýsingabæklinga Hamas og Islamic JIhad um hvernig skjóta skuli eldflaugum á óbreytta borgara í nágrannaríkinu. Aldrei að vita nema Íslendingar þurfi að kenna Færeyingum lexíu í framtíðinni.


mbl.is Hamas lýsir yfir fullkomnum yfirráðum á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta heitir að hlakka yfir óförum annarra. Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að það eru milljónir Palestínumanna sem líður þjáningar vegna ástandsins þarna. Og gerir þér væntanlega grein fyrir því að uppgangur Hamas er að stórum hluta til komin vegna þess að fólkið Palestínu er orðið þreytt á að lifa við það að það getur ekki ferðast vegna hamla frá Ísrael, getur ekki unnið, stjórnvöld hafa ekki fengið peninga sem Ísrael heldur eftir og úthlutar ekki. Gætir kannski reynt að ímynda þér ásandið hér á landi ef að Danmörk hefðið ekki veitt okkur sjálfstæði og væri hér stöðugt að leita að andstæðingum og varpa sprengjum svona á miðjan laugaveg af því að Geir Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins væri þar. Og skítt með það þó nokkur börn og konur færu með. Þá er ég viss um að hér mundu öfgamenn verða til í öllum hornum og þeir fengju sífellt meira fylgi.

Það er nauðsynlegt að þjóðir heims einbeiti sér að þessu svæði og tali við sem flesta því að það er ljóst að ofbeldi gagnast hvorugum aðilanum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.6.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Snorri Bergz

Eg er ekki að hlakka yfir óförum fólksins, heldur bullinu í ykkur vinstri mönnum, að láta sér detta í hug að koma á stjórnmálasambandi við Hamas.

Hitt sem þú sgir tel ég vera að miklu leyti misskilning, en dæmigerðan misskilning fyrir þá vinstri menn, sem hér hafa skrifað af sem mestri óvild í garð Ísraels. Einfaldara bara að kenna Gyðingunum um, eins og venjulega.

Palestínumenn hafa haft endalaus tækifæri í 60 ár til að koma á friði og lifa með sæmd. Hingað til hafa þeir ekki sýnt því áhuga. Sé engar breytingar framundan.

Snorri Bergz, 15.6.2007 kl. 08:04

3 identicon

En er það rétt skilið hjá mér að fyrir 60 árum hafi ísraelsmönnum verið plantað á m.a. palestínskt land og séu sífellt að taka meira og meira land sem palestínu menn eiga og eru þar með að þröngva þeim til að berjast fyrir tilverurétt sínum. Ég veit að þá myndi ég ekki gefast upp og berjast til síðasta manns!!!

..svo held ég að enginn sé að reyna að kenna gyðingum um. Trúmál eru löngu hætt að skipta máli, er bara orðin pólitískt vopn í baráttunni um yfirráð í heiminum.

elin (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 10:30

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við vinstri menn er nú dálítið mikil alhæfing. Mér er spurn við hvern á að tala þarna í Palestínu. Fólkið þar kaus Hamas í meirihluta. Eigum við bara að horfa á þessar hörmungar. Ísrael er nú eitthvða mesta herveldi í heiminum og hefur beitt hernum í 50 ár til að leysa úr deilum þarna en hefur það skilað einhverju? Væri ekki betra að fara að tala meira við fólkið sjáft. Þetta tókst í Norður Írlandi.

Það er líka spurning afhverju Ísrael hefur alltaf hafnað að friðargæslulið SÞ sé sett þarna á milli?

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.6.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband