Nýtt efni

tr_logo_stortÉg vil vekja athygli á nýju efni á Taflfélagssíðunni, www.taflfelag.is. Þar er m.a. fylgst með gangi máli á alþjóðamótinu í Mysliborz, þar sem 5 efnilegir unglingar héðan taka þátt. Jafnframt er komið inn efni til niðurhals, bæði skákir úr mótum og gamlar skákbækur. Síðan er stöðug uppfærsla á "sögu TR", nú síðast hvað snertir William Ewart Napier, sem dvaldi hér á landi 1902, en þessi maður var þá um tvítugt og 11 besti skákmaður heims, að því að talið var. Hann var eitt mesta efni, sem nokkurn tíma kom fram, en hætti að tefla ungur.

Þar er rakin saga hans hér, forsagan og sagt frá því fólki, sem hann umgekkst. Þessi færsla er sérstaklega áhugaverð fyrir Briem-ættmenn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband