Verslun í miðborginni

Nú jæja, kemur það á óvart, þótt fimmtungur Reykvíkinga versli aldrei í miðbænum. Ég er víst einn þeirra.

Það kemur mér á óvart, hversu margir versla þar þó. Ég sé ekki að miðborgin hafi neitt upp á bjóða, sem ekki er hægt að redda með auðveldari hætti (t.d. betri bílastæði) í úthverfunum.

Það er hreinlega of mikið vesen fyrir þá, sem ekki búa þarna í grenndinni, að fara í bæinn i verslunarleiðangur, og óvíst hvort þeir græði nokkuð á því.

Sjálfur versla ég aðeins í Kringlunni og Skeifunni og á því svæði. Þar er allt sem ég þarf.

Hef eiginlega ekki komið í "bæinn" mjög lengi, nema í öðrum erindum, og þá aðeins örsjaldan.

Mig grunar, að margir úr "úthverfunum" hafi svipaða sögu að segja.


mbl.is Rúmlega 40% höfuðborgarbúa sækja nær aldrei verslun í miðborg Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svona nánast “ekki frétt”. Það þætti t.d. ekkert fréttnæmt ef kæmi fram að rúmlega 40% Reykvíkinga versluðu ekki í Mjóddinni eða Spönginni – enda er miðbærinn ekkert annað en enn eitt úthverfið sem heitir bara “Miðbær”. Nafnið á orðið enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er engin “miðbær” í huga flestra Reykvíkinga.

 

Held að hlutfall þeirra sem eiga ekkert erindi á þetta svæði myndi jafnvel hækka ef ekki væri fyrir þá atvinnuuppbótarstefnu að halda ýmsum þjónustufyrirtækjum þarna sem fólk neyðst til að sækja þjónustu til. Hvað ætli fólk segði ef skatturinn væri í Bökkunum eða við Korpúlfsstaði? Það er svona jafn rökrétt eins og að viðhalda almenningsþjónustu í þessum jaðarhluta Reykjavíkur.

Bigg (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 16:31

2 identicon

 

Ekta Íslendingar !

Allir verða að keyra upp að dyrum !!! American way! Helst drive in!

Það eru mörg bílageymsluhús í miðborginni, en þá þarf að labba aðeins. Það virðist vera ofraun fyrir marga.

Það er synd fyrir miðborg Reykjavíkur, að hún er ekki líflegri verslunarmiðborg að degi til, eins og allar aðrað höfuðborgir. Það er aðeins eitt bíó eftir i miðborginnin, áður fyrr 5, skandall fyrir höfuðborgina ! Sem betur fer á að byggja 1 bíó við nýja tónlistarhúsið samt verslanir með bílastæðum.

Ef við hefðum ekki alla erlenda ferðamennina í miðborginni, væri Reykjavík centrum steindautt að degi til ! Tími til komin að Reykvíkingar komi sér út úr bílunum sínum og fari að labba aðeins í miðborginni, eins og þeir geri erlendis í fríunum sínum.

Óli Valur Guðmundsson

Óli Valur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 10:09

Óli Valur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband