París orðin trúuð...eða?

Jæja, allt er nú hægt. Nú er Paris Hilton byrjuð að tala um Guð.

En hvað gera menn ekki, til að reyna að lagfæra ástandið, þegar þeir sitja i fangelsi? En óvíst er reyndar, hversu Guð verður lengi á vörum Parisar, þegar hún kemur út úr djeilinu.

Það er erfitt að átta sig á, hvort Paris sé að nota Guð sem varadekk þarna, eða einskonar fjarvistarsönnun, eða hvort hún virkilega meinar það, að láta loksins gott af sér leiða, þegar hún kemur úr prísundinni.

Ef þetta er einlægur ásetningur Parisar, verður maður að taka ofan. Gott ef stelpan hefur lært sína lexíu á þessu máli.

 

 


mbl.is París segist ætla að hætta heimskupörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband