Væl

Michael Moore hefur lítið gert annað hin síðustu ár en að áreita Bandaríkjastjórn. Síðan svarar stjórnin fyrir sig, að hans mati, og fer fram á skýringar við, að hann hafi heimsótt land, sem er í banni hjá stjórnvöldum. Og þá verður Moore fúll. Svona haga smákrakkar sér.

Vissulega er þetta tómt bull hjá Könunum að halda Kúbu áfram á svarta listanum. En meðan það er Könum ólöglegt að ferðast til Kúbu, verða menn að hlýta lögunum. Sama hver á í hlut.

Michael Moore ætti bara að halda kjafti þetta skiptið og veita umbeðnar upplýsingar. Lög eru lög, þótt þau séu vitlaus.


mbl.is Moore sakar Bandaríkjastjórn um áreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband