Guðni, Framsókn og mistökin

samuelInnri samstaða flokksmanna brast, segir Guðni. En af hverju?

Getur verið, að flokksmenn (12.000) hafi sumir hverjir ekki treyst forystunni, tveimur síðmiðaldra köllum, eða stefnu flokksins? Eða kannski logaði allt í deilum innanflokks og hinir óánægðu kusu aðra flokka.

En rétt er, þetta er framsóknarmönnum að kenna. Og því ætti Guðni að segja af sér, en ekki fá stöðuhækkun.


mbl.is Innri samstaða framsóknarmanna brast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru vissulega deilur innan flokksins. En eftir að Guðni er tekinn við, þá skilar sér vinstri fylgið aftur til flokksins sem flúði yfir til V.G.  Ég er nú reyndar ekki hrifinn af Valgerði og skil ekki hvað hún er að gera í flokknum. Hún ætti frekar heima hjá krötum, miðað við málflutning hennar í evru og Evrópumálum.

Guðni er eini maðurinn sem getur leitt flokkinn út úr þeirri krísu sem hann er kominn í. Hann er líka loksins kominn í gamla góða gírinn aftur og farinn að skemmta þingheimi úr ræðustólnum.

Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband