Breskir kallar ekki að standa sig í bólinu?

Eða er það kannski raunin, eins og sumir hafa tekið eftir í Bretlandi, að bresku stelpurnar séu ekki sérlega eftirsóknarverðar? :)

Fyrir 15 árum var ég á stúdentafundi í Leicester-háskóla, þar sem rætt var, hvers vegna hlutfall samkynhneigðra karla væri hæst í Englandi af öllum Evrópuríkjum. Þar komu Bretarnir sjálfir fram með ýmsar skýringar: strákaskólar, osfrv.

Undirritaður stóð þá upp og sagði, aðallega þó í gríni, að ástæðan væri sú, að enskar stúlkur væru ekki sérlega myndarlegar. Braust þá út mikill fögnuður meðal karlmannanna, en sumar stúlkurnar urðu fúlar (og nú fæ ég e.t.v harðar árásir frá femínistum) og ein þeirra spurði mig, hvort ég væri ekki á föstu með enskri stúlku? Nei, hún er skosk, var svarað samstundis.

Ég held að nokkuð hafi verið til í þessu hjá mér?

En síðan væri gaman að því að spyrja breskar konur, hvort þær hafi ánægju af sykursýki?


mbl.is Breskar konur kjósa súkkulaði fram yfir kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katla Hreiðarsdóttir

Feministar eða engir feministar,

ég bý hérna í Barcelona og mikið af túristum, fórum í skemmtigarð á Laugardaginn og spottuðum út hóp af fólki, sem aðallega samanstóð af konum, og án þess að heyra hvaða mál þau töluðu, þá vissum við að þetta voru Bretar! Það er bara eitthvað, hvernig getur maður orðað þetta fínlega,, "leiðinlegt" look við þær, jú og þau, því strákarnir voru ekki mikið skárri greyin. !Svo kom auðvitað í ljós að það var jú raunin, þetta voru Bretar!

Það er aldrei að vita nema súkkulaðið sé einmitt ástæðan fyrir "leiðinlegu" útliti, það fer kannski eitthvað illa í þær bresku?!

Katla Hreiðarsdóttir, 5.6.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband