Vefjagigt.is

Ég vil minna á vefinn www.vefjagigt.is, sem nýlega er kominn í loftiđ. Viđ, sem höfum lengi ţjáđst af ţessum sjúkdómi, fögnum ţví, ađ loksins séu helstu upplýsingar um ţetta mál komnar á vefinn.

Ţar er einkennum vefjagigtar m.a. líst eftirfarandi:

Vefjagigt er langvinnur sjúkdómur eđa heilkenni sem samanstendur af fjölmörgum einkennum frá hinum ýmsum líffćrakerfum. Helstu einkennin eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stođkerfi, almennur stirđleiki, yfirţyrmandi ţreyta og svefntruflanir. Önnur algeng einkenni eru órólegur ristill, ofurnćm ţvagblađra, fótaóeirđ, kuldanćmi, dauđir fingur (e. Raynaud´s phenomenon), dofi í útlimum, bjúgur, kraftminnkun, úthaldsleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur og depurđ.

 

Allt ţetta get ég skrifađ undir. Og allt ţetta hef ég upplifađ reglulega. Eiginlega er ég ađ upplifa allt ţetta núna, nema e.t.v. ristildćmiđ, sem ég hef veriđ laus viđ í sl. 2-3 vikur.

Ég greindist međ ţetta fyrir um 10 árum síđan. Fyrst mćtti mađur fordómum og nánast hlátri: uppasjúkdómur hvađ?

En smám saman hefur fólk veriđ ađ átta sig á, ađ ţessi sjúkdómur er ekki ímyndun, heldur raunveruleiki lífsins.

Ég fagna ţessum vef og vil ţakka Sigrúnu Baldursdóttur, sem hefur veriđ helsti vefagiftarsérfrćđingurinn eins lengi og ég man eftir, fyrir ađ hafa komiđ ţessu í loftiđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er í vefjagigtarhópnum. Ţetta getur veriđ hundleiđinlegur sjúkdómur ađ bera. Takk fyrir ábendinguna. Vissi ekki af síđunni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 4.6.2007 kl. 08:09

2 Smámynd: Helgi Viđar Hilmarsson

Sćll Snorri,

Á hverju byggir ţessi greining á ţessari svokallađri Vefjagigt?  Lýsingum ţolanda á líkamlegu ástandi sínu?  Ég kannast persónulega viđ margt af ţessu sem kemur fram í lýsingunni hér ađ ofan og hefđi ég sjálfsagt getađ fengiđ ţennan merkimiđa á heilsuvandamál mín hér fyrir nokkrum árum.  Mér finnst svona merkimiđar lítiđ hjálpa ţegar takmarkađur skilningur er á eđli vandans.  Í dag er ég í fínu formi ţó ekki sé ég međ öllu laus viđ heilsuvandamál.  Ég tók málin einfaldlega í eigin hendur og mesta breytingin var ţegar ég breytti svefnvenjum mínum.  Ég var geispandi allan daginn og gjörsamlega orkulaus.  Ég hélt ég ţyrfti meiri svefn, en annađ kom á daginn.  Ég var á villigötum í nokkur ár eftir ađ hafa lesiđ bók um svefnvandamál sem taldi mér trú um ađ ég ćtti ađ sofa helst 10 tíma á sólarhring.  Svo kom ađ ţví ađ ég keypti ađra og vandađri bók ţar sem höfundar lögđu til ađ ég gerđi tilraunir međ svefntíma og héldi dagbók yfir ţćr.  Niđurstađan úr ţeim tilraunum var sú ađ ég ţarf sex og hálfan tíma.  Ţetta var bylting fyrir mig.  Einn og hálfur til tveir tímar bćttust í sólarhringinn hjá mér og ég var vakandi á daginn og nánast alveg hćttur ađ geispa.  Ég legg mig svo venjulega í hálftíma seinnipartinn og er ţá alveg góđur ţangađ til ég fer ađ sofa sem er um ellefuleytiđ.  Ég vakna svo klukkan hálf sex alla virka daga og stundum um helgar líka.  Ađ sofa til klukkan sjö er ađ sofa út hjá mér.  Núna sef ég semsagt hratt og vel í stađ áđur lengi og illa.

Ţetta var nú fyrsta vers og ţú getur fengiđ fleiri ef ţú hefur áhuga.

Helgi Viđar Hilmarsson, 4.6.2007 kl. 19:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband