Nýtt frumvarp: Bannað að pissa á veitingastöðum og börum

Ástæðurnar: 1) Lyktmengun í húsnæði 2) Ýmislegt óæskilegt fer fram á klósettum 3) flestir þingmenn eru hættir að pissa innanhúss.
mbl.is Hvað mega veitingamenn gera fyrir reykingamenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Já, alveg fullkomnlega sambærilegt. Að pissa er eitthvað sem að enginn gerir nú til dags. Ég hef ekki pissað í fimm ár. Sérstaklega þegar ég fæ mér bjór á bar þá fæ ég ekki einu sinni löngun til að pissa. Því það er ekkert líffræðilegt við þvaglos. 

En að öllu gamni sleppt, er þessi ósiður að reykja í lokuðu rými eins og að pissa í laug með öðru fólki í.

En ég get skilið pirring veitingamanna að geta ekki gert neitt vegna þversagnakennds lagakerfis. 

Sigurður Jökulsson, 2.6.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Smithætta?

Ingi Geir Hreinsson, 2.6.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

já eða bannað að drekka á börum.

Jens Sigurjónsson, 2.6.2007 kl. 12:00

4 Smámynd: Sigurjón

Það er verra að reykja í lokuðu rými með öðrum heldur en að pissa í sundlaug.  Hland er ekki valdur að fjöldamörgum skelfilegum sjúkdómum.

Sigurjón, 2.6.2007 kl. 18:29

5 identicon

Ef eigandinn leyfir gestum að pissa í lauginni þá er það réttlætanlegt. Þeim sem míslíkar reglurnar geta farið annað í sund.

Geiri (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband