Föstudagur, 29. apríl 2022
Sigurður Ingi á ekki að komast upp með að ljúga að Alþingi og falsa söguna
"Sigurður Ingi sagði að Framsóknarflokkurinn hefði fagnað öllum sem hingað komi og göfgi okkar samfélag. Ég hef sagt það margoft í þessum stól og mun halda því áfram, sagði ráðherra að lokum á sama tíma og heyrðist í Arndísi Önnu úr sæti sínu: Þú ætlar sem sagt ekki að gera neitt? Ekki neitt."
Nei, Framsóknarflokkurinn vildi ekki fá hingað Gyðinga, þeldökka hermenn í varnarliðið og svoleiðis. Flokkurinn verður að fara að viðurkenna þetta framferði foringja síns (eða foringja) á þeim tíma og í nafni flokksins, biðjast afsökunar og gera úrbætur, t.d. að biðja Urbancic-familíuna og afkomendur Henny Goldstein afsökunar. Sigurður Ingi getur ekki haldið áfram að falsa söguna og þetta með "þá svörtu" vakti upp gamla drauga sem flokkurinn verður að kveða niður ... og á sannfærandi hátt. Framsóknarflokkurinn fagnaði nefnilega EKKI öllum sem hingað vildu koma eða reyndu að komast og myndu "göfga" landið. Þessi sögufölsun verður að hætta.
Það sem verra var að Minningardagur um helförina var haldinn ... í gær 28. apríl í Ísrael. Og Sigurður Ingi fagnar honum á þennan hátt, með því að ljúga blákalt um þennan svarta blett Framsóknarflokksins og gyðingahatur forsætisráðherra flokksins.
https://www.facebook.com/utlendingaeftirlit
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/29/ekki_nog_ad_bidjast_afsokunar/?fbclid=IwAR04l_dfAl3x5v13EswR0Kb4hL44-tvNI45OP4ZZSeyZ6F5qckq8149I7Vw
Ekki nóg að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.