Hizb' Allah

beanJæja, Sýrlendingar eru sterklega grunaðir um, að hafa staðið að baki morðsins á Hariri. Og ekki bara einhverjir Sýrlendingar, heldur menn í æðstu stöðum, vísast Assad sjálfur.

Og hverjir eru helstu erindrekar Sýrlendinga í Líbanon?

 Jú, Hizb' Allah.

Þetta kemur því varla mikið á óvart, eða er það?


mbl.is Hizbollah fordæma ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Nei, ekki mikið.

Sigurjón, 31.5.2007 kl. 18:13

2 identicon

Þeir hafa bara áhyggjur af sjálfstæði Líbanons þegar þeim hentar. Voru þeir ekki um daginn að hóta borgarastyrjöld ef þeir fengu ekki aukin völd?

Geiri (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 19:20

3 Smámynd: el-Toro

Snorri, þessi mótmæli frá hezbollah eru tilkomin frá stjórnmálavæng flokksins.  hezbollah fær stuðning frá íran og sýrlandi.  það er alveg rétt.  en hezbollah myndi fljótt bregða sverði á loft til varnar lebanon ef sýrlendingar gerðu eitthvað á kostnað lebanon sem þeim mislíkaði.

fyrir mörgum öldum síðan var til landsvæði sem hét sýrland.  það náði yfir núverandi sýrland, lebanon, palestínu, ísrael og jordan.  baat´h flokkurinn í sýrlandi hefur frá dögum stofnunar hans og valdatöku viljað sameina öll þessi lönd undir eitt stór-sýrland.  þetta er ákveðin heimska, en er í miklu undanhaldi eftir lát föður núverandi forseta.

Snorri, þú spyrð "þetta kemur varla á óvart?"  mér finnst þetta ekki koma á óvart, en samt á öðrum nótum en þú og Sigurjóni.  þegar þú ert heilagur í eigin augum, og hefur gert eitthvað af þér, t.d. myrt hariri.  fyndist þér þá ekki þægilegast að geta stjórnað rannsókninni sjálfur.  eða þá að geta dæmt í þessu máli í þínu heimabæ, í bakgarðinum hjá þér.

stjórnmála ástandið í lebanon er þannig í dag, að heimamenn vilja sjálfir rétta yfir hariri.  því þeir vilja sjálfir rannsaka hlutina án aðkomu einhverra af hinum grunuðu.  ísraelsmenn eru ekki síður grunsamlegir, alveg eins og sýrlendingar.

það eru þekkt dæmi á 20. öld að vinur geri eitthvað á kostnað vinar síns og kenni svo einhverjum sameiginlegum óvini um.  komma grýlan fræga í kalda stríðinu er gott dæmi ásamt kapitalisku grýlunni sem kommarnir í moskvu vöruðu sína landsmenn við.

þegar sona mál koma upp eins og málið með hariri.  að þá verður að skoða þá hluti frá öllum hliðum.  ekki bara þeirri augljósu.  og maður býr aldrei til sínar skoðanir á öðrum heimshlutum eingöngu á því að lesa vestræna fjölmiðla (á ekki við um þig Snorri, veit þú hefur lesið þér til og fleira.  sigurjón má taka þetta til sín).

það getur vel verið að sýrlendingar hafi staðið fyrir morðinu á hariri.  en það er ekki rétt að bandaríkjamenn séu að fikta við eldin í innanlandsmálum lebanon.  sýrlendingar eiga heldur ekki að fikta við eldin í lebanon.  það á að leifa að lebanon mönnum að leisa þetta sjálfir.  þannig fáum við hlutlausa meðferð.

el-Toro, 1.6.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband