Sturla út

Ég hef lagt það til, í amk flestum pistlum mínum hér um ráðherraskipan, að Sturla hverfi. Ég veit að margir voru mér sammála.

Og nú er þetta klappað og klárt. Sturla fer úr ráðherraembætti.

Þangað átti hann aldrei erindi. Loksins hafa mistök fortíðar verið leiðrétt.

En ég skil ekki hvers vegna Sturla er ósáttur. Hann hlýtur að hafa séð þetta koma. Af hverju ætti ríkisstjórnin ekki að lúta sömu lögmálum og gilda annars staðar, að ef óhæfur einstaklingur hefur einhvern veginn komist í embætti, eigi hann að hverfa þaðan aftur? Sturla er eflaust ágætur á einhverjum sviðum, en ráðherradómur er ekki eitt af þeim embættum, sem passa við hæfileika hans.

 


mbl.is Sturla: Ósáttur við að hverfa úr samgönguráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki svo skrítið að Sturla sé ósáttur.

Þeir sem eru óhæfir sjá það sjaldnast sjálfir.

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband