Líbanon

AhmadFinalSolEinhvern veginn kemur þetta ekki á óvart. Ég er nær alveg handviss um, að sá ófriður, sem geisað hefur í Líbanon síðustu misserin, er að stærstum hluta tilbúinn í Damaskus, eða í Teheran, með millilendingu í Damaskus.

Að mínum dómi þarf leiðin til friðar í Miðausturlöndum að liggja um báðar þessar höfuðborgir. Og með þá kumpána, þennan með hnífinn á myndinni til hliðar og litla Assad, við völdin, er það ólíklegt.

Og eins og er virðist Líbanon vera sá æfingavöllur, sem kumpánar þessir hafa valið til að prófa sig áfram.

 


mbl.is Hvíta húsið varar Sýrlendinga við að nýta sér átökin í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Sæll Snorri,

Rakst hér á merkilega grein í Der Spiegel um fyrirætlanir Nasista í miðaustulöndum.  Hefur þú heyrt um þetta?

http://www.spiegel.de/panorama/zeitgeschichte/0,1518,484063,00.html

Helgi Viðar Hilmarsson, 22.5.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, Helgi, ég skrifaði einhverjar ritgerðir um þetta, fyrst í Leicester og síðan í Jerúsalem. Á báðum stöðum las ég merkar bækur, sem fjölluðu einmitt um ásókn nasista í Miðausturlöndum og merkilega góð viðbröfð, sem þeir fengu hjá Aröbum.

Í stuttu máli má segja, að Arabar hafi nær algjörlega verið á bandi nasista, nema furstaættin frá Mekku, sem þá hafði þegar fengið góða risnu, með því að fá yfirráð í Transjórdaníu og Írak.

En nasistarnir reyndu að grafa undan og ýttu undir byltingu í Írak... Þá hófst ófriðarbálið í því merkilega landi.

Snorri Bergz, 22.5.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Já mér þótti það líklegt að þú þekktir til þessara mála.  Það sem er nýtt í þessu skv. greininni þáttur Rommels í helförinni, en hann hefur ekki áður verið bendlaður við hana eftir því sem ég best veit.  En hvað veit ég svosem.

Helgi Viðar Hilmarsson, 22.5.2007 kl. 20:53

4 Smámynd: el-Toro

sæll Snorri, mér finnst ég mega til með að leggja fram ákveðnar upplýsingar í þessa umræðu.

fyrir það fyrsta, að þá er ástæða þessa ófriðar í Lebanon, innanríkismál Lebanon.  þessi flokkur fatah al-islam er samansafn hryðjuverkamanna sem samfélagið í Lebanon er fyrir löngu búið að yfirgefa.  en það sem flóttaólk í flóttamannabúðunum fyrir utan Tripoli er að mótmæla er árás hersins í Lebanon á flóttamannabúðir þeirra, sem og að ekki er hægt að senda hjálp inn í búðirnar.  þessi ófriður sem nú geysar í Lebanon er ekki að undirlagi Íran eða Sýrlands.  heldur er þetta herbrölt hersins gegn múslimum sem almenningur er reiður yfir í Lebanon.  herinn er nefnilega tákn kristinna maronita.  þetta er togstreita sem ekki ennþá er almennilega búin að lagast eftir borgarastyrjöldina ´75-´90.

mér finnst alltaf gaman að ræða um seinniheimstyrjöldina frá hlið araba.  araba löndin ásamt Íran gerðu hvað sem þau gátu í seinni heimstyrjöldinni til að heilla Hitler upp úr skónum.  ástæða þess er hversu Breska heimsveldið var búið að mergsjúga arabalöndin og Íran milli stríðanna tveggja.  bretar voru virkilega heitt hataðir á þeim stöðum sem þeir hirtu af ottoman veldinu.  þess vegna döðruðu araba löndin við nasisma Hitlers, enda sýndi Hitler þeim mun meiri virðingu heldur en Bretarnir gerðu nokkurn tímann.

við vitum öll hvaða álit nasistar höfðu á gyðingum.  þeir höfðu lægra álit á aröbum heldur en gyðingum.  arabar í huga nasismans voru ekkert annað en apar.  en samt vildu arabar frekar eiga samskipti við nasista heldur en Breta.

el-Toro, 22.5.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband