Fimmtudagur, 17. maí 2007
Guðm. Magnússon líka hættur að blogga
Jæja, Guðmundur Magnússon hættur líka, Sigmar Guðmunds í gær.
Jæja, nú hafa Steingrímur Sævarr og Guðm. Magnússon ofurbloggarar báðir hætt á Moggabloggi við að vera ráðnir í vinnu hjá 365 veldinu. En af hverju hætti Sigmar? Er hann kannski á leiðinni yfir í Ísland í dag? Ok, áður en einhverjir fara að búa til samsæriskenningu, þá var hann bara kominn með bloggleiða.
Ég skil það svosem, ég fæ svoleiðis líka á stundum, sérstaklega maður fær yfir sig skammir og dónaskap fyrir að segja frá staðreyndum málsins, eins og t.d. hér í gær, þegar dónaleg kerling fór all in á mig fyrir að dirfast að segja frá því að Kolbrún Halldórsdóttir hefði fengið margar útstrikanir. Ég væri að ljúgja þessu, ég væri auli, osfrv. Áður hafði vinstrigræn kerling hafnað þessu líka og talið bull, án þess að geta hrakið þetta. Á slíkum stundum fær maður bloggleiða, sérstaklega þegar maður fær á sig svona skot, eins og frá þeirri fyrrnefndu. Nú bíð ég eftir að hún sendi mér afsökunarbeiðni, en ég býst þó alveg eins við að hún þegi þetta niður eða reyni að snúa sér út úr þessu með einhverjum hætti.
En jæja, uppstigningardagur. Þetta verður enginn frídagur hjá mér. Þarf að klára textavinnslu fyrir glænýja heimasíðu, dálítið umfangsmikla, sem verður "lönsuð" á morgun; verð að kenna non-stop frá því síðla dags og fram á kvöld, og er ekki enn orðinn góður af ristilbólgunni, sem hefur verið að gera mann brjálaðan síðan á laugardagskvöld.
Nú mega einhverjir hugsa hlýtt til mín...ekki veitir af.
Athugasemdir
Sæll Snorri,
Mér sýnist nú að bloggleiðinn muni seint ná tökum á þér ef marka má færslufjöldann sem frá þér kemur. Guðmundur Magnússon talaði um að bloggið væri ávanabindandi þannig að hann hlýtur að vera með fráhvarfseinkenni núna. Sem sagt Snorri: Ekki reyna að hætt að blogga því það er næsta víst að svoleiðis uppátæki af þinni hálfu færi verr með geðheilsu þína en ristilbólgan.
Kannski á svo Jónína Ben ráð handa þér við ristilbólgunni, en hún fer með fólk alla leið til Póllands til að kúka eins landlæknir orðaði það og fægt er orðið.
Helgi Viðar Hilmarsson, 17.5.2007 kl. 07:32
Já, kannski ég ætti að leita ráða hjá Jónínu!
Snorri Bergz, 17.5.2007 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.