Þriðjudagur, 15. maí 2007
Litlar breytingar
Það hefur ekki farið hátt hér á mbl.is, en frá því í c.a. október hafa Palestínumenn skotið hundruðum flugskeyta á Ísrael. Flest þeirra hafa valdið litlum eða engum skaða, en sumar hafa t.d. lent á skólahúsum og slíkum byggingum. Mannfall hefur þó verið lítið. Að þessu sinni urðu aðeins minni háttar særindi.
Það sem nú hefur gerst er, að Hamas reynir ekki lengur að fela, að samtökin beri ábyrgð á þessum árásum. Meðan Hamas-liðar reyndu að láta líta svo út, amk í augum Bandaríkjamanna og ESB, að þeir væru traustsins verðir (til að fá styrk frá Vesturlöndum, sem samtökin segjast hata), sneru þeir undan, þegar Islamic Jihad skaut á Ísrael, og aðstoðuðu í laumi, m.a. með því að útvega hráefni frá Hizb' Allah (sem fékk það frá Sýrlandi og Íran) og jafnvel heilu flaugarnar (þetta hefur allt verið ítarlega rætt t.d. í Jerusalem Post). En nú hefur Hamas ekki aðeins komið fram undir nafni, heldur einnig hafi árásir á Fatah-sveitir Abbasar forseta, eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið.
Hamas vill ekki frið, það segja forystumenn þeirra hiklaust, sér í lagi í viðtölum við arabíska fjölmiðla. Samtökin munu aldrei hætta ófrið, fyrr en Ísrael verður afmáð af kortinu. Það er hin hræðilega staðreynd. Og verði Hamas knésett, munu önnur slík samtök spretta upp.
Og síðan vill utanríkisráðherra Íslands taka upp stjórnmálasamskipti við þessa menn?
Flugskeytum skotið á Ísrael, hernaðaraðgerðir heimilaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Öfgamenn meðal Araba munu aldrei taka afstöðu, sem í reynd kemur þjóðum fyrir botni Miðjarðarhafs til góða, heldur með hliðsjón af því sem þeir halda að komi Ísraelsríki verst. Golda Meir rekur þetta ágætlega í endurminnigum sínum sem komu út á íslensku 1975,ef ég man rétt.
Gústaf Níelsson, 16.5.2007 kl. 01:28
Golda Meir var alveg með þetta. Talaði um að ekki væru til neinir Palestínumenn - og að landið hafði verið hálf tómt og illa ræktað fyrir komu aðfluttra gyðinga.
Eruð þið ekki í lagi? Þessi skrif er vanvirðing við palestínsku þjóðina (hvort sem þeir eru kristnir, múslimar eða gyðingar) sem eiga skilið frelsi og mannréttindi eins og aðrir.
Rabb (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 01:40
Rabb,
Þeir sem virða ekki mannréttindi geta varla gert kröfu um að njóta þeirra sjálfir.
Helgi Viðar Hilmarsson, 16.5.2007 kl. 08:53
Hamas eru hrydjuverkasamt¢k, segjast aldrei munu semja frid vid Israel fyrr en rikid verdur afmad af landakortinu. Thetta er stadreynd. Thessa daga eru blodugar oeyrdir a Gaza. Thad eru ekki vondir israelskir hermenn ad drepa, saklausa Palestinumenn. Thar eru Palestinumenn Hamas og Al-Fatah ad drepa hvorn annan. 5 voru skotnir i gair. Hvada skodun hefur Hamasvinafelagid a Islandi a thessum drapum? Thad heyrist ekki mikid fra theim.
Hedan fra Jerusalem er verid ad halda upp a 40 ara sjalfstaidishatid og einingu , eftri sigurinn 1967.
Shalom kvedja, fra borg fridarinns.
Olafur
olafur
Olafur Johannsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.