Harður áfellisdómur yfir R-listanum: Peningasukk og svínarí

kaffibandalagJæja, nú fæst það staðfest, sem sjálfstæðismenn hafa löngum sagt, en R-listamenn neitað og reynt að fela með öllum ráðum.

Í endurskoðunarskýrslu Grant Thorntons um ársreikningana segir, að halli á A hluta borgarsjóðs hafi verið viðvarandi frá árinu 2002. Slík niðurstaða geti engan veginn talist viðunandi þegar litið sé til hagstæðs efnahagsástands og í ljósi þess að A hlutinn hafi notið verulegra arðgreiðslna frá eigin fyrirtækum öll þessi ár.

Þá bendi samanburður á rekstrarniðurstöðu Reykjavíkurborgar við afkomu annarra stærri sveitarfélaga til þess, að rekstrarárangur borgarinnar sé langt undir því sem almennt gerist hjá þeim sveitarfélögum. Brýnt sé að forráðamenn borgarinnar leiti skýringa á því hvaða þættir valda þessum slaka rekstrarárangri og brugðist verði við með viðeigandi hætti svo að ekki þurfi að koma til skuldasöfnunar af þessum ástæðum.

Engin furða þó Geir Haarde vilji leggja mikið á sig til að forða þjóðinni frá R-listastjórn, með meðfyljandi peningasukki og svínaríi.


mbl.is Viðvarandi halli á A-hluta Reykjavíkurborgar frá 2002
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband