Ráðherralisti Framsóknar?

jonsigÞegar skyndilega stefnir allt í, að ríkisstjórnin sitji áfram, væri gaman að velta fyrir sér hverjir muni taka sæti fyrir hinn minnkandi þingflokk Framsóknar.

Framsókn á í vanda, því fari t.d. þrír þingmenn + Jón Sigurðsson kafteinn í ráðherrastóla, verða aðeins fjórir þingmenn eftir til að fylla nefndarstöður og þess háttar. Og ef helmingur þingmannaliðs Framsóknar er í ráðuneyti, verða fáir þingmenn eftir til að verja flokkinn í umræðum á Alþingi, þegar ráðherrarnir eru að gegna skyldum sínum í ráðuneyti.

Hugmyndir hafa komið upp varðandi það, að þeir þingmenn sem fái ráðherrastóla annað hvort kalli inn varamenn fyrir sig eða segi af sér þingmennsku. En kannski er til einfaldari lausn.

Hvernig yrði, að ef Framsókn fengi fjóra ráðherra, að skipta þeim niður 50-50 milli þings og utanþings. Þannig gætu t.d. Jón Sigurðsson og Björn Ingi Hrafnsson orðið ráðherrar án þingsetu, auk Valgerðar og Guðna. Persónulega lýst mér ágætlega á svoleiðis.

Jón Sigurðsson er hinn vænsti maður og hef ég ekkert út á hann að setja. Og álit mitt á honum hefur aukist verulega á síðustu viku. Hann á síðan mikið inni, því það tekur tíma að venjast því að vera formaður og ráðherra.

Björn Ingi hefur vaxið gríðarlega, finnst mér, og sérstaklega fannst mér hann kom vel út úr nýlegum umræðum í sjónvarpi, bæði á RUV og Stöð 2.  Og hann skrifar vel og skemmtilega á bloggið.

Væri þetta svo vitlaust? En vísast verða anti-Halldórsklíkumenn sárir. En það verður bara að hafa það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband