Mánudagur, 14. maí 2007
Mörður í Undralandi
Eitt það besta við yfirstaðnar kosningar er, að Mörður Árnason datt út. Ég hef ekkert á móti manninum persónulega, en hitt er svo allt annað mál, að mér finnst hann á köflum yfirgengilega þreytandi. Ekki af því að stefna hans pirri mig neitt sérstaklega, heldur virkar hann á mig eins og mígreni, sem er í besta falli hægt að halda niðri með pillum.
Ég er hundfúll yfir því að detta út af Alþingi, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég taldi mig eiga erindi inn á þing og var orðinn býsna góður þingmaður, fyrir minn málstað og mitt fólk. Þegar maður tekur þátt í þessum leik verður maður þó að búast við því að svona geti farið," segir Mörður Árnason sem nú fellur af þingi.
En hitt skal ég viðurkenna, að álit mitt á Merði hefur reyndar aukist á síðasta kjörtímabili (t.d. með því að reka frumvörp til baka vegna málfræðivillna!!!), en það er lítil bót. Hann var í "Jóns Bjarnasonar flokknum", en hefur nú komist upp um eina deild, og hefur rekið þar hentistefnupólítík Samfó í skjóli þess, að hann er vel máli farinn og fær boð í alls konar spjallþætti. Það er ekki að ástæðulausu, að hans eigin flokksmenn settu hann neðarlega í prófkjöri. Það ættu að vera skýr skilaboð. Zero Mörður.
Og síðan segist Mörður hafa verið orðinn býsna góður þingmaður, fyrir sig og sína. En af hverju var honum þá hafnað af eigin flokki og kjósendum hans?
Það eitt og sér, að tala gott mál, er ekki nóg til að meika það á Alþingi. Þegar innihaldið er rýrt, skipta umbúðirnar litlu máli. Og þegar fögur orð lykta, er betra að lofta út.
Ég vil síðan vitna í blogg um þetta sama mál, en þar segir: "Ég er ekki hundfúll yfir því að Mörður hafi dottið út af þingi. Hann er einn af þessum munnræpumönnum, sem gerði það að verkum að virðing mín fyrir Alþingi þvarr."
Mörður Árnason: Hundfúll" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.