Árni strikaður út!

johnsenJæja, þetta kemur ekki á óvart. Nú væri gaman ef Karl Gauti Hjaltason Eyjasýsli, bloggvinur vor og Skáksambandsmaður, myndi útskýra þetta aðeins betur...og helst hér á blogginu.

Ég skal segja fyrir sjálfan mig, að ég taldi að það ætti að gefa Árna Soprano séns...hann hafði tekið út refsingu sína. En þá kom "tæknilegu mistökin", og ég, og margir aðrir, töldu, að hann ætti ekkert erindi á þing í því ljósi.

En nú er spurningin, hvort þetta breyti miklu. Miðað við 14,5% kröfuna (þ.e. að 14,5% kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi striki Árna út) má ætla, að Árni falli niður um eitt sæti og Kjartan Ólafsson úr Árnessýslunni færi sig upp um eitt sæti á kostnað Árna.


mbl.is 22% strikuðu yfir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðast vera trúarbrögð að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er alveg sama hvaða fólki er stillt þar upp, flokkurinn er kosinn, hvað sem tautar og raular. Í Suðvestur var líka mikið um útstrikanir og þar var mest um að kjósendum flokksins (sennilega brottflognir Framsóknarmenn) væru að strika yfir nafn Bjarna Benediktssonar. Þá var líka mikið strikað yfir nafn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og Ármanns Kr. Ólafssonar á lista Sjálfstæðisflokks.

Siv Friðleifsdóttir varð líka fyrir barðinu á útstrikunum sem og Jakob Frímann Magnússon frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar.

Ingó (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband