Hljóðfæraflutningur á almannafæri?

"Þetta er fólk frá Austur-Evrópu, karlmenn sem hafði stundað hljóðfæraflutning á almannafæri og gisti gjarnan í almenningsgörðum. "

Til hvers var þetta fólk að flytja hljóðfæri á milli staða? Vona að það hafi ekki þurft að halda á píanóum á milli sín inn í Hafnarfjörð, t.d.

Enn tekst Moggamönnum að gera þetta skemmtilegt! :)


mbl.is Gista sjálfviljugir í fangaklefum lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú eiginlega réttnefnið á þessum ósköpum, því fæstir þeirra kunna að koma frá sér stefi svo skiljanlegt sé ...

 Menn verða ekki tónlistarmenn við það eitt að halda á helv. hljóðfærunum og pína úr þeim hávaða við það eitt að einhver labbi framhjá.

Örvar (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég sé að ég verð að gæta mín næst þegar ég þarf að flytja hljóðfæri milli staða. Sérstaklega verður erfitt að fela gítarinn.

 Hvað varðar tónlistarhæfileika sígaunanna þá voru þeir bara ágætlega frambærilegir harmonikuleikarar.

Elías Halldór Ágústsson, 9.5.2007 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband