Sarkozy

Jæja, nú stefnir allt í, að Frakkar muni kjósa Sarkozy til forseta. Ég er nokkuð sáttur við þetta kjör, enda tel ég Sarkozy mjög hæfan stjórnmálamann, hægrisinnaðan og með fæturna á jörðinni.

Ég skoðaði aðeins hvaða maður væri hér á ferðinni fyrir nokkrum vikum og leist mér þokkalega vel á kappann og skoðanir hans. Ég var yfirleitt frekar sammála honum í helstu stefnumálum, en auðvitað ekki alltaf, eins og gengur og gerist.

Í öllu falli tel ég hann betri kost fyrir Frakka en Royal. Frakkar hafa ekki svo góða reynsla af kóngafólkinu.


mbl.is Sarkozy eykur enn forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Já, en kálið er þó ekki sopið....þó ausan sé komin að munninum.

Snorri Bergz, 5.5.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Vonandi hefur Sarkozy þetta. Royal virkar ekki vel á mig, hún var mikið slakari í kappræðunum að mínu mati hún virkaði mjög hrokafull.

Jens Sigurjónsson, 5.5.2007 kl. 13:04

3 Smámynd: Snorri Bergz

Amm, minnir mig amk á ónefnda konu, sem telur sig vera í framboði til forsætisráðherra í ónefndu landi.

Snorri Bergz, 5.5.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband