Verkó og Héðinn Valdimarsson

Þá eru Verkamannabústaðir 75 ára.

Ég hef nú svosem ekkert sett mig inn í sögu þessarar starfsemi, en veit þó, að krafan um bættan húsakost hafði verið hávær innan ALþýðuflokksins allt frá stofnun hans. Það átti ekki síst við um og eftir fyrri heimsstyrjöld, þegar fjöldi sveitamanna fluttist í bæinn, en skorti húsnæði. Þá þurftu margir, sérstaklega nýkomnir, að búa í ömurlegum kjallaraholum, húsnæði sem var í raun óíbúðarhæft. En menn létu sig hafa það.

Bætt húsakynni voru kosningamál Alþýðuflokksins 1922 og síðan áfram. Verkamannabústaðirnir voru lausn á þessu, amk fyrir suma. Og, það sem meira var, íbúðirnar voru afar góðar og í raun með betri íbúðum þess tíma, þar eð ýmis þægindi voru þar, sem ekki voru alls staðar.

Spurning hvort Reykjavíkurborg geri ekki eitthvað til að minnast Héðins Valdimarssonar í þessu, en hann var helsti baráttumaðurinn að því, að Verkamannabústaðir komust á laggirnar.


mbl.is 75 ár frá því flutt var í verkamannabústaðina í Vesturbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband