Óheppilega orðaðar auglýsingar!

Fékk þetta sent áðan frá "kokknum", þ.e.a.s. Sigga Sverris, briddsara, músíkfræðimanns, með meiru. Ég hef reyndar séð þetta áður, eða svipað, en aldrei er góð "vísa"of oft kveðin.

 

*Óheppilega orðaðar auglýsingar*

 1. Sérstakur hádegisverðarmatseðill
 Kjúklingur eða buff kr. 600, kalkúnn kr.
 550, börn kr. 300.

 2. Til sölu: Antikskrifborð, hentar vel  dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.

 3. Nú hefur þú tækifæri til að láta gata  á þér eyrun og fá extra par  með þér heim.

 4. Við eyðileggjum ekki fötin þín með
 óvönduðum vélum, við gerum það
 varanlega í höndunum.

 5. Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu  í góðu ástandi.

 6. Þetta hótel býður upp á bowlingsali,  tennisvelli, þægileg rúm og aðra íþróttaaðstöðu.

 7. Brauðrist: Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir  elska, brennir brauðið sjálfvirkt.

 8. Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmann vantar,  kvenmann, til starfa.

 9. Vantar mann til að vinna í dínamítverksmiðju.
 Þarf að vera tilbúinn til að ferðast.

 10. Notaðir bílar.  Því að fara annað og láta svíkja  sig.  Komdu til okkar!

 11. Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem  hvorki reykir né drekkur..

 12. Ólæs?  Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita  þér ókeypis aðstoð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband