Vinstri flokkarnir og páfagarður

Þetta er nokkuð merkilegt allt saman. Páfagarður segir, að ef menn gagnrýni gamla þýska manninn með höttinn, séu menn að fremja hryðjuverk.

steingrimur nyvaknadurÞótt íslenskir vinstri menn tali nú reyndar ekki um hryðjuverk í sama samhengi, líta margir þeirra svo á, að gagnrýni á foringja þeirra sé mjög alvarlegt mál og eigi ekki að koma fram. Þeir VG menn, sem ég hef heyrt í vegna reiðiskasts Steingríms við Svein Hjört Guðfinnsson, segja einfaldlega, að framsóknarnaggurinn verði að fullorðnast. Það þýði ekkert að láta valta yfir sig og væla síðan á blogginu eins og smákrakki. Þarna hafi Steingrímur sýnt honum, að til að fara í pólítík, þurfi menn að vera fullorðnir. Síðan, þegar maður bendir á, að framkoma hans hafi verið óviðeigandi (og sett í samhengi við svipaðar uppákomur á Alþingi nýlega) er ekki svarað efnislega, heldur talað um örvæntingu í ríkisstjórnarliðinu, hroka í Davíð Oddssyni (sem reyndar er hættur í stjórnmálum), osfrv.

AingibjorgNú, þjóhnappakratarnir umhverfis Ingibjörgu Sólrúnu hafa kallað þá, sem voga sér að gagnrýna hana, karlpunga, karlrembusvín og svo framvegis. Það, að gagnrýna ISG, sé auðvitað karlremba og ekkert annað. Að vísu hefur Ingibjörg gefið fáar ástæður til að gagnrýna sig undanfarið en ég skal fúslega viðurkenna, að hún hefur skánað verulega undanfarið, hefur mildast og forðast að fella palladóma yfir mönnum eða málefnum. Með sama áframhaldi getur alveg verið, að hún verði ríkisstjórnarhæf í vor og myndi eflaust sóma sér ágætlega sem samgönguráðherra. En sem utanríkisráðherra? nei takk. Hvernig á að treysta utanríkisráðherra, sem leggur beinlínis að jöfnu hernað og hryðjuverk, eins og hún gerði um daginn?

En a.m.k.: foringjadýrkun kaþólskra og vinstri manna er að mörgu leyti svipuð, en þó er reginmunur. Kaþólikkar líta svo á, að embætti páfa sé heilagt, eða héldu það amk. En ég sé ekkert heilagt við embætti formanns í tveimur flokkum, sem hafa aldrei gert neitt að viti og hafa aldrei setið í ríkisstjórn, og jafnvel ekki þá. En þrátt fyrir það hefur nánast trúarleg dýrkun átt sér stað á þessum tveimur kryddsíldarsessunautum, Steingrími Joð og Ingbjörgu Sólrúnu.


mbl.is „Gagnrýni á Páfagarð jafngildir hryðjuverkum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband