Man Utd afspyrnu lélegir

Ég held að þetta hljóti að vera einn lélegasti leikur Man Utd í mörg herrans ár. Þeir voru hreinlega afspyrnu lélegir, alveg sama hvar var litið.

van der Sar í markinu var einna skástur. Vörnin hriplek og vandræðaleg. Stjörnurnar, Ronaldo, Rooney, Giggs og Scholes sáust varla, og gerði lítið af viti.

Carrick átti spretti, en hvarf á milli.

Ömurlega lélegur leikur hjá Man Utd.


mbl.is AC Milan í úrslitaleikinn gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héraðströllið

Varð nú ekki var við að Carrick gerði neitt, frekar en Scholes, mér fannst van der Saar vera bestur og svo var Fletcher af öllum mönnum skástur af útileikmönnum.

Einstaklega dapur leikur hjá Manchester og það var eins og þeir hefðu ekki áhuga á að komast í lokaleikinn þann 23 maí, vona bara að þeir standi sig betur það sem eftir er tímabilsins. 

Héraðströllið, 2.5.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Snorri Bergz

Carrick reyndi þó að dekka menn, hlaupa í "hlaupaleiðir" þeirra og trufla. Hinir horfðu bara á, þegar Milan menn spörkuðu boltanum á milli sín.

Já, gleymdi Fletcher. Hann var einna skástur, já.

Snorri Bergz, 2.5.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband