Þegar 1. maí var fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi

Jæja, opinber útgáfa er þannig, að 1. maí 1923 hafi dagur verkalýðsins verið haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti. Þá var reyndar fyrsta kröfugangan haldin. En ári áður höfðu nokkrir kommúnistar haldið daginn hátíðlegan.

Þeir héldu þó daginn ekki hátíðlegan með opinberum hætti, heldur hittust í laumi á fundarstað sínum, sungu söngva og voru jolly. Þeir héldu svo áfram með því, að laumast upp í Öskjuhlíð og vígðu þar hinn rauða fána verkalýðsins, þrátt fyrir haglskúr og erfiðar ytri aðstæður. Þar voru Ólafur Friðriksson, þáverandi leiðtogi kommúnista, Hendrik Ottósson, Kristmann Guðmundsson skáld, Friðrik Arason (sem síðar gekk í frönsku útlendingahersveitina, vinur Einars Olgeirssonar), Vilhjálmur S. Vilhjálmsson "ungliðaforingi" og síðar Hannes á horninu, og fleiri.1]

[1] „Hannes á horninu”, Abl. 1. maí 1943.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband