Litlu verður Vöggur feginn

AingibjorgGunnar Björnsson eðalkrati, sonarsonur eina meirihlutastjórnarforsætisráðherra Alþýðuflokksins, tekur nú gleði sína. Samfylkingin er orðin stærri en VG skv. skoðanakönnunum. Það er merkilegt í því ljósi, að VG fékk undir 10% síðast, en Samfó yfir 30%. Það, að kratar skuli nú fagna því að vera stærri en VG segir margt um þá þróun, sem hefur átt sér stað á síðustu misserum, öllu heldur um það bil síðan Ingibjörg Sólrún tók við formannsembættinu. En litlu verður Vöggur feginn!

En Sjálfstæðisflokkurinn heldur stöðu sinni nú í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Fylgi flokksins er um það bil 40%. Það hefur verið svo undanfarið, að flokkurinn fær jafnan aðeins meira í skoðanakönnunum en í kosningum; eða svo segja menn. En gleymst hefur að nefna í þeirri umræðu, sem kratarnir hafa farið harðast fram í, að Samfylkingin mæltist amk síðast með meira fylgi í skoðanakönnunum en í kosningunum.

c_xdfalkinnEigum við þá ekki að segja, að Sjálfstæðisfl. fái 38% og Samf. 21%? Kratar vísast ekki sammála, en ég átta mig alls ekki á, hvaða ástæður geti verið fyrir því að Samfó fái meira fylgi. Þetta er svona nokkuð yfir "kjarnafylginu", og því er ekki órökrétt að álykta, í ljósi síðustu kannana, að báðir vinstri flokkarnir fái um 20% fylgi.

Þá eru 20% c.a. til skiptana. Ég spái, að Framsókn fái 13-14% fylgi og Frjálslyndir 4,5% og Íslandshreyfingin restina af greiddum atkvæðum. Atkvæði til Arndísar verða fá, ef nokkur.

Mér sýnist þá ljóst, að sama stjórn haldi áfram og þjóðinni verði forðað frá vinstri stjórn á næsta kjörtímabili.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband