Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Valgerður og stjórnarformaður Landsvirkjunar
Jæja, Jóhannes Geir, framsóknarmaður úr Norðaustri, er á útleið og Páll Magnússon úr Meðallandinu tekur við. Og Valgerður Sverrisdóttir er að tapa sterkasta vígi Framsóknarflokksins og þetta verður nú varla til bóta.
En svo sagði Valgerður um Jóhannes Geir á Alþingi síðla árs 2002:
Hæstv. forseti. Já, formaður Landsvirkjunar nýtur stuðnings sem formaður Landsvirkjunar. Hann er skipaður af mér og ég hef í sjálfu sér ekkert fleira um það að segja.
En hvað ætli hún segi nú, þegar "hennar maður" er settur út og einn af drengjunum hans Halldórs Ásgrímssonar, síðar Jóns Sigurðssonar, settur í staðinn?
Og umræðan heldur síðan áfram:
En af því að það hefur verið eitt af því sem hefur verið gagnrýnt að stjórnarformaður Landsvirkjunar talaði um það að náttúruverndarsamtök hér væru studd af erlendum náttúruverndarsamtökum og þannig gætu þau beitt þeim áróðri sem þau hafa gert, þá er ég hér með bréf undir höndum frá Árna Finnssyni þar sem hann segir, með leyfi forseta:
,,Það gefur augaleið að Náttúruverndarsamtök Íslands hefðu aldrei náð þeim árangri og styrk sem þau hafa náð ef þau hefðu ekki átt kost á að halda starfsmann með tilstyrk World Wildlife Fund Arctic Program.``
Þannig að þetta er þá alla vega á hreinu. (Gripið fram í.) Það hefur ekki alltaf verið þannig að menn hafi viljað kannast við þetta. (Gripið fram í: Jú, alltaf.)
Og af því að hv. þm. Össur Skarphéðinsson talar um, og ég er ánægð með að hann styður Kárahnjúkavirkjun og segir að flokkur hans geri það eindregið, þá heyrist mér það nú ekki vera því að hv. þm. Þórunn Sveinbjarnardóttir og hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir studdu þetta ekki. (Gripið fram í: ... atkvæðisrétt.) En ég vil þakka það að hann styður málið. (Gripið fram í: Skoða þetta ... í okkar flokki.) (Gripið fram í: Þá verður að rökstyðja hvernig ...) Hvaða ósköp, er ekki allt í lagi? Ég segi það. (Gripið fram í: Nei.)
Jæja, Össur og Samfó styðja Kárahnjúkavirkjun eindregið, mínus tvær þingkonur. En Samfó skipti um skoðun eins og venjulega, þegar málið var ekki lengur vinsælt. En nóg um það mál.
En jæja, ætli Jóhannes Geir fái nú rauða spjaldið vegna þess, að hann er ekki hrifinn af því, að erlendir aðilar kosti íslenska náttúruverndaröfgamenn?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.