Exista græðir 57 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

existaJahá, þetta er nú bara nokkuð gott hjá Existu. Mér skilst, að tekjur þessar hafi aðallega komið frá útlöndum, með einum eða öðrum hætti.

Hvað ætli hefði gerst, ef Vinstri stjórn hefði verið við völd hér í landinu á síðustu árum?

Hvað hefði þá orðið um skatttekjurnar af þessum hagnaði?

En greinilegt er, að vaxtarbroddurinn er í því, að græða fé af útlendingum, hvort sem þeir ferðast hingað eða ekki.

Víkingar nútímans gefa hinum fyrri ekkert eftir!


mbl.is Hagnaður Exista nam 57 milljörðum á fyrsta fjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það segir sig náttúrulega sjálft að með þessu hagstæða skattaumhverfi okkar Íslendinga missum við síður fyrirtæki útfyrir landssteinana.  Vinstrimenn halda áfram að berja hausinn í steinn og benda á mikla misskiptingu sem vissulega verður meiri þegar peningaflæðið verður meir.  Þessi gamli sósialíski hugsunarháttur er hættulegur og vonandi fyrir okkar efnahag sjá kjósendur það fyrir sér. 

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Presturinn

Spaklega mælt piltar. Það er fyrir öllu að við höfnum því að fórna öllum þeim áranri sem náðst hefur í íslensku efnahagslífi. Berjumst til að vernda hagsæld og velmegun okkar fyrir hroka og fáfræði.

Presturinn, 26.4.2007 kl. 10:11

3 Smámynd: Púkinn

Púkanum lýst nú ólíkt betur á svona fyrirtæki en álver eða olíuhreinsunarstöðvar.  Það er auðvitað staðreynd að svona fyrirtæki eru einungis hér vegna hagkvæms umhverfis - ef það versnar geta þau flutt starfsemi sína úr landi. 

Púkinn, 26.4.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband