Ómar að missa sig?

omar2Ég horfði á umfjöllun Stöðvar 2 í gærkvöldi, þar sem 1.sætis frambjóðendur í Reykjavík suður komu fram og tjáðu sig um hitt og þetta sem snertir kosningabaráttuna, málefnin og svo framvegis.

Frambjóðendurnir komu flestir ágætlega fyrir, þó gjammið í Kolbrúnu hafi á stundum verið leiðingjarnt, en hún stóð sig vel að öðru leyti. Fyrrum Heimdallarmennirnir Geir og Jón Magn. stóðu sig ágætlega, komu vel fyrir og stóðu sig ágætlega.

AingibjorgIngibjörg Sólrún var með besta móti þarna í gær, brosti nokkrum sinnum og forðaðist að gjamma frammí, eins og venjan hefur verið hjá krötunum upp á síðkastið. Hún hélt síðan hvassar smáræður, eins og ætlast var til, og kom máli sínu vel frá sér. Já, og Kolbrún stóð sig ágætlega, meðan hún lét vera að gjamma frammí.

En Ómar? Já, ég velti helst fyrir mér, á hvaða lyfjum karlinn hafi verið þarna í gær. Ef þetta hefði verið íþróttaleikur, hefði hann örugglega orðið að pissa í glas. Hann var æstur, stressaður og lét eins og smákrakki í sandkassa, rétt eins og í einhverjum öðrum þætti nýlega, sennilega í RUV. Með svona framkomu hrekur hann einfaldlega fólk frá Íslandshreyfingunni. Hann verður að læra að koma fram í sjónvarpi, og ekki seinna vænna eftir að hafa starfað þar í tæp 40 ár. Hann virkaði öskureiður, og talaði eins og hann hefði eina eða fleiri af stólpípum Jónínu Ben í analnum. Og síðan kom þetta "merkisdæmi", þar sem hann flippaði út við að æla út úr sér einhverri steypu um litina þrjá í merki Íslandshreyfingarinnar. Ég hef sjaldan séð jafn lélega frammistöðu, og fer þetta langt með að slá við Kristrúnu Heimisdóttur. 

beanHann var mjög alvarleg hljóðmengun þarna í gær og ætti að hafa vit á því að láta ekki sjá sig í sjónvarpi fram að kosningum. Það var algjör hörmung að horfa á þetta.

Og hananú!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband