Skoðanakönnun í Norðaustri

gudniSjálfstæðisflokkur og VG græða töluvert, Samfó heldur haus, svona um það bil, en Framsókn fer niður í logum. Litlu framboðin koma ekki manni að í kjördæminu.

Þetta virðist vera niðurstaðan víðast hvar ef ekki alls staðar. Samfó tapar, litlu eða miklu, Sjálfstæðisfl. og VG græða, lítið eða mikið, og Framsókn hrynur. Litlu framboðin eru jafnan ekki mjög vinsæl, jafnvel ekki Frjálslyndi flokkurinn, sem á nú fimm þingmenn, þar af tvo aðfengna, en misstu einn yfir til annars flokks.

Hvernig sem kosningarnar 12. maí fara nákvæmlega virðist tvennt nokkuð ljóst:

1. Sjálfstæðisflokkur og VG munu græða.

2. Samfó og Framsókn tapa.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Snorri,

 Þetta er rétt greining hjá þér en þú gleymir einu atriði.  Frjálslyndir hafa lengi verið veikastir í NA kjördæmi en Sigurjón bróðir er stöðugt að bæta við sig (byrjaði í 2%)  og bankar nú á dyrnar, sem lands- eða kjördæmakjörinn.

Sigurður Þórðarson, 25.4.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég er svona að tala um landsvísudæmið. Þar er alls ekki ljóst, að Frjálslyndir komist inn, miðað við síðustu skoðanakannanir.

En varðandi NA, þá á ég ekki von á, að bróðir þinn komist inn, nema e.t.v. sem uppbótarþingmaður. Mér segir svo hugur, að framtíð Sigurjóns grundvallist á því, að Guðjón Arnar komist inn í Norðvestri.

Snorri Bergz, 25.4.2007 kl. 17:41

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Styrkur og veikleiki Sigurjóns liggur í því að hann hefur sérhæft sig í sjávarútvegsmálum.  Þau hafa ekki verið eins mikið hitamál í NA og  öðrum kjördæmum.  Hann á heldur engan frændgarð þarna.  Greining þín er því líklega rétt.   Staðan er þröng en hann er seigur.  Þetta verður spennandi endatafl.

Sigurður Þórðarson, 25.4.2007 kl. 20:54

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er engin sveifla á fylgi Frjálslyndra í þessu kjördæmi. Á því átti ég heldur ekki von. En þessi hreyfing er góð og sannfærir mig æ betur um það að því fleiri sem Sigurjón nær að kynna sig fyrir, þeim mun traustara verður fylgið. 

Sigurjón ber með sér heiðarleika, drenglyndi og sannfæringarkraft. Auk þess hefur hann góða og trúverðuga réttlætiskennd og gasprar ekki um málefni sem hann hefur ekki þekkingu á.

Árni Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband