Sunnudagur, 22. apríl 2007
Verður Bill Clinton farandsendiherra?
Ok, en fyrir hverja? Hustler og Playboy? Ok, þetta var óþarfi!
En nú er kosningabaráttan kominn í full swing. Hillary Clinton og Barúk Ósama eru líklegust til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins. Guiliani og McCain ku berjast um útnefningu Repúblikana. Persónulega spái ég, að Hillary og Guiliani mun berjast um forsetaembættið (eða vona það amk). Þá er mér eiginlega sama hvor sigrar, en myndi þó sjálfur kjósa Hillary, hefði ég kosningarétt í USA, ekki af því að hún sé endilega betri kandidat en Guiliani (sem ég hef mætur á), heldur af því að með í pakkinum kemur eiginmaður hennar, William Jefferson.
Ok, mér fannst Bill Clinton vera ágætis forseti. Það voru ýmiskonar "aukamál", sem einkum settu svip sinn á forsetatíð hans, en ekki hin eiginlegu embættisverk hans.
Ég var einmitt starfandi um stundarsakir hjá bandarískri alríkisstofnun þegar Lewinsky málið kom upp. Um það var mikið rætt á kaffistofum og kaffiteríum bandaríska ríkisins, og sýndist þar sitt hverjum. Flestir voru þó sammála um, að Clinton hefði staðið sig vel í embætti, en ágreiningurinn stóð um ímynd hans og persónu í kjölfar ásakana um framhjáhald og fleira svoleiðis.
Ég lenti reyndar í töluverðu veseni þarna úti vegna þess, að ég þótti ekki nógu PC (politically correct). Ég sagði brandara stöku sinnum um Lewinsky málið, og það mátti víst ekki. M.a. kom þessi, þegar ég drakk þetta ógeðslega instant kaffi í kaffistofu The Center for Advanced Holocaust Studies: "This coffee is like a cigar: It's better than nothing, but not as good as the real thing." Ég var þá kallaður inn til sjéffsins og beðinn að hafa mig hægan. Ég reyndi, en það gekk ekki alveg. En persónulega fannst mér þetta mál vera fáránlegt allt saman. Auðvitað á forsetinn að hegða sér skikkanlega, en mér fannst of mikið gert úr þessu. Þá fannst mér Hillary vera "bitch", en álit mitt á henni hefur aukist verulega síðan þá.
Bandaríski demókrataflokkurinn er, að mörgu leyti, mjög nálægt Sjálfstæðisflokknum í stefnumálum, og mun nær en t.d. Repúblikanaflokkurinn. Það er því ekki hægt að segja, að þar fari einhver sósíaldemókrataflokkur, enda eru viðmiðin milli hægri og vinstri öðruvísi í USA en víðast hvar annars staðar.
En aftur að William Jefferson Clinton. Ég efast ekki um, að hann gæti orðið góður farandsendiherra. Hann gæti t.d. miðlað málum í deilum á alþjóðavettvangi, þeas ef USA vill halda áfram að starfa sem alheimslögga. Hann nýtur virðingar víðast hvar í heiminum, kemur vel fyrir og er hrifinn af SS pulsum.
Auðvitað myndu einhverjir nöldra: Aha, forsetinn að búa til starf fyrir eiginmanninn, en ég held þó, að fáir muni nenna að standa í slíku til lengdar, enda þarf William ekki á starfi að halda, enda ku hann hafa ágætis eftirlaun og fær vel greitt fyrir hvern fyrirlestur, sem hann heldur.
Að mínum dómi verður forsetaparið Hillary og William Clinton besti kostur Bandaríkjamanna í komandi forsetakosningum.
Vill nýta vinsældir Clintons til að bæta ímynd Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.