Er VG að missa flugið?

Ég er nú svosem enginn stjórnmálaspekingur, en ef fram fer sem horfir, gæti fylgi VG fallið enn neðar, ef fréttin um Paul Nikolov reynist sönn, eða meint viðbrögð hans (í commentakerfinu).

Framsókn er á niðurleið, og Frjálslyndir og Íslandshreyfingin ná ekki inn manni. Þessi könnun bendir til, að gamla fjórflokkakerfið sé jafn kyrfilega samofið þjóðarsálinni og menn hafa löngum talið, og að "fimmta framboðið" nái e.t.v. fylgi um tíma, en detti síðan út aftur.

Góð staða Sjálfstæðisflokksins er vissulega fagnaðarefni í mínum huga. Og nú kætast kratarnir, sem greinilega eru að taka út landsfundaraukninguna, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, býst ég við.

En jæja, spennandi vikur framundan. Áfram Ísland


mbl.is Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Nú er bara takmarkið hjá Sf. að fara uppí 30 prósentin, og Vg halda sér í 20% og losna loksins við þessa blessuðu Sjalla úr stjórnarráðinu!

Kv, 

Guðfinnur Sveinsson, 19.4.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband