Verður þetta faraldur?

Í síðustu viku, eða þarsíðustu, var gerð samskonar árás á kristna bókabúð á Gasa og þar áður í Pakistan, ef ég man rétt.

Ég trúi ekki á svona tilviljanir. Þetta hlýtur að vera tengt einhvern veginn.

En hvað myndu múslimar segja og gera, ef gerð yrði samskonar árás á íslamskra bókabúð t.d. í London?


mbl.is Blóðbað í kristnu útgáfufyrirtæki í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég ferðaðist eitt sinn í nokkrar vikur um Tyrkland þá komst ég að því hvað múslimarnir þar eru virkilega blóðheitir og hatursfullir út í hinn vestræna og kristna heim. Öfgafullir múslimarnir þar og annarsstaðar eru samt undir stöðugri vernd kommúnista í hinum vestræna heimi og ekki hvað síst hér á landi þar sem allir eru kallaðir rasistar sem tjá sig eitthvað um slíkt.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 13:41

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góðar pælingar hjá þér Snorri, ég er sammála þér, nei þetta er sko enginn tilviljun.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2007 kl. 20:32

3 Smámynd: Gestur Halldórsson

Ef þetta væri gert í nafni kristins sértrúarsafnaðar þá væri búið að uppræta hann og banna. En þar sem þetta er gert í nafni íslamstrúar á hendur heiðingjum "kristnum", þá þarf mikið til, svo að, svo kallandi friðelskendur tjái sig um þetta og hvað þá fordæmi. En það er til fólk sem telur sig trú um að við eigum þetta skilið, miðað við, hvernig forfeður okkar (krossfarararnir) fóru með múslima hér í denn. En þetta gæti líka verið fordómar í mér, en samt ekki, því mig þykir vænt um allt sem er lifandi.

Gestur Halldórsson, 18.4.2007 kl. 21:00

4 identicon

Já Stefán þú ferðaðist í nokkrar vikur um Tyrkland og veist allt um land og þjóð. Ég hefði áhuga á að vita til hvaða staða þú komst og hittir alla þessa bitru öfgamenn. Talar þú tyrknesku? Það talar nú ekki stórt hlutfall Tyrkja ensku svo ég geri ráð fyrir að þú sért sleipur í tyrkneskunni fyrst þú gast komist að því hve mikið er um hatursfulla öfgamenn í landinu. Í Tyrklandi búa um 70 milljónir íbúa, ég hef sjálf búið þar og mín reynsla er sú að meirihluti þessara íbúa er hófsamt og friðelskandi fólk. Flestir eru mjög uppteknir af því að hafa í heiðri áherslur M. K. Ataturk um að ekki skuli blanda saman stjórnmálum og trú. Þessu til stuðnings má nefna að fyrir nokkrum dögum síðan voru mjög fjölmenn mótmæli í Tyrklandi þar sem margir óttast að ef Erdogan verði forseti muni trúmál fá stærra vægi í stjórn landsins og Tyrkland færast fjær hinum Vestræna heimi. Auðvitað eru til öfgamenn í Tyrklandi en þeir eru fámennur hópur.

Auður (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:24

5 identicon

Ég vildi bæta því við að í Tyrklandi er mjög hart tekið á fólki sem grunað er um að tengjast öfga- og/eða hryðjuverkahópum og Gestur það var einmitt í Tyrklandi sem kristnir krossfarar réðust á kristna trúbræður sína þar í landi.

Auður (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband